Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 142

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 142
MAGNUS FJALLDAL the Martyr) árið 978. Þegar á leið festist sú skoðun í sessi meðal annála- ritara að morðið hefði verið framið að vmdirlagi móður Aðalráðs (sem það var ekki) til að koma honum til valda. Þannig verður kirkjusagnfræð- ingum tíðrætt um reiði Guðs í garð konungs sem komist hafði til valda í framhaldi af jafn svívirðilegum glæp og að myrða guðsútvalinn, smurð- an konung. Þannigvar því Aðalráði og Englandi refsað með því að leggja landið fyrst undir danskan kóng og þar næst normanska harðstjóra. Ekki kýs Halldór að nýta þessi álög að neinu leyti, enda myndu þau taka mesta broddinn úr háðslegri lýsingu hans á konungi. I Gerplu er því Aðalráður alfarið smiður sinnar eigin ógæfu. Til marks um það hve vandlega Halldór sneiðir hjá allri forlagatrú í túlkun sinni á Aðalráði er að hann minnist engu orði á atvik sem á að hafa átt sér stað við skírn hans. Samkvæmt Englandssögu {Historia Anglor- uní) Hemys frá Huntingdon gerði sveirminn sér þá lítið fyrir og meig í skírnarfontinn,26 en annar kirkjusagnfræðingur, William frá Malmes- bury, lætur Aðalráð skíta í hann.2/ Þetta segir Henry að guðsmaður einn hafi túlkað sem fyrirboða þess að England mundi fljótlega líða undir lok. Wilham nafngreinir guðsmanninn sem heilagan Dunstanus erkibiskup, og á hann að hafa sagt að þessi helgispjöll boðuðu að drengurinn yrði mikill ógæfumaður. Rauði þráðurinn í lýsingu Gerplu á Aðalráði er aumingjaskapur hans. Hann er lítill landvarnarmaður en mikill skattheimtumaður og beitir pyntingum og harðræði við skattheimtuna, ef ekki vill betur. Erlenda ofbeldismenn kaupir hann af sér. Svo mikill heigull er Aðalráður að hann æhr lifur og lungum ef hann heyrir aðra konunga nefnda eða fréttist af erlendum her á Englandi. I rúmið leggst hann, viti hann þá eða heri þeirra í námunda við sig. Áhugamál konungs eru einkum að góna á Emmu konu sína, sem hann er sagður unna hugástum, og tálga fugla úr beini. Hvorugt er sérlega stórmannlegt eins og vænta mátti. Aður hefur verið minnst á hræðslu Aðalráðs við þegna sína og stríðsrekstur hans gegn þeim. I Enska annálnum kemur skýrt fram að Aðalráður var einstaklega seinheppinn herstjóri, en það verður að virða honum til vorkunnar að hann stýrði ekki ríki þar sem þegnarnir voru sérlega samhentir né drott- 26 Sjá Diana Greenway, þýð. og ritstj., Henry, Archdeacon ofHuntíngdon - Historia Ang- lorum - The History ofthe English People, Oxford: Clarendon Press, 1996, bls. 327. 27 Sjá J.A. Giles, William of Malmesbmys Chronicle ofthe Kings ofEngland, bls. 166. 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.