Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 73
SOVÉTMENN OG SAMBÚÐIN VIÐ BANDARÍKIN 1945-1959
heimsóknin blásin af, sem og Parísarviðræðumar sem skipulagðar höfðu
verið sem hluti af Evrópuferð Eisenhowers. Arið 1962 má svo segja að
Kúbudeilan hafi endanlega gert úti um vonir um friðsamlega sambúð
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í stjómartíð Krústsjovs.
Hvað sem þ\d líður tóku sovésku bréffitaramir orðræðunni um frið-
samlega sambúð við Bandarfkin fagnandi árið 1959. Möguleikamir virt-
ust óendanlegir. Þrátt fyrir að margir skrifuðu einungis lofræður og
hermdu efdr Pravda-textanum virtust allir skrifa í einlægri von um þíðu
í samskiptum stórveldanna til frambúðar. Eins var margt í bréfaskrif-
unum sem sýndi að tímamir höfðu breyst mjög mikið frá því að
Krústsjov tók við völdum. A tímum Stabns hefði verið algjörlega óhugs-
andi að skrifa um reynslu sína af því að vinna erlendis, um flóttamenn,
trúmál, framleiðslu og iðnað, jafnvel neyslumenningu og þetta sýnir að
andrúmsloftið hafði breyst mjög mikið í Sovétríkjunum frá andláti hans.
Stíll bréfanna endurspeglar einnig breyttan stíl sovéskra fjölmiðla og op-
inberrar orðræðu efdr leyniræðuna. Þegar skoðað er hversu margt rosk-
ið fólk skrifaði Krústsjov vegna ferðar hans til Bandaríkjanna, er Kklegt
að það hafi verið því fegið að geta loksins hætt að hafa áhyggjur af öðm
stríði.
Heimsókn Krústsjovs til Bandaríkjanna árið 1959 var ætlað að kynna
Sovétrfkin og sýna Bandaríkjunum fram á afrek sósíafismans og frið-
samlegan boðskap hans. Sovéskir embættismenn lýstu því margir yfir að
heimsóknin hefði gjörbylt áhti Bandaríkjamanna á Sovétríkjunum, svo
jákvæðir væra þeir í garð Sovétríkjanna eftir frægðarför Krústsjovs. Eg
hef þó í mínum rannsóknum hallast að því að ferð Krústsjovs, og aðrir
viðburðir ársins 1959, hafi haft meiri áhrif á Sovétmenn en Bandaríkja-
menn. Þannig vom þölmargir bréfritarar heillaðir af bandarísku sýning-
unni í Moskvu og skrifuðu í löngu máh um nauðsyn þess að auka þæg-
indi og kaupmátt sovéskra verkamanna til jafiis við það sem áróður
Bandaríkjamanna gaf til kynna að væri almennt til siðs í Bandaríkjunum.
ETmræða almennings árið 1959 gaf sterklega til kynna að þrátt fyrir
góðan árangur í geimkapphlaupinu og í menntamálum hefðu sovéskir
leiðtogar vanmetið þátt menningar í kalda stríðinu og hlutverk lífsstxLs,
þæginda, tómstunda og tísku.
Eftir amerísku sýninguna í Aloskvu árið 1959 og grænt ljós frá Krúst-
sjov um að nú væri í lagi að tala um Bandaríkin sem verðugan banda-
mann og samstarfsaðila í heimsmálum varð ekki aftur snúið. A þessum
7i