Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 161
ORIENTALISM (2003)
öld, verið endurgerð ótal sirmum af valdhöfum sem beittu fyrir sig þekk-
ingu sem tók mið af hagsmunum þeirra og stóðu ávallt fast á því að svona
væri eðh „Austurlanda“ og að nauðsynlegt væri að taka á þeim samkvæmt
því. I þessu ferli er öllum hinum óteljandi setlögum mannkynssögunnar
- þar sem finna má fjölda frásagna, svo margar ólíkar þjóðir, tungumál,
upplifanir og menningarheima að mann sundlar - annað hvort sópað til
hhðar eða látið eins og þau séu ekki tdl. Þeim er síðan kastað á sand-
hrúgurnar ásamt fjársjóðunum sem teknir voru af söfhunum í Bagdad og
muldir niður í merkingarlaus brot. Eg held því fram að menn og konur
móti söguna, en á sama hátt er hægt að aflaga hana og endurskrifa, og í
hvert sinn sem það er gert er þagað um eitthvað og eitthvað fellt burt, en
einnig er hverju sinni nauðsynlegt að fylgja ákveðnum útlínum og leyfa
einhverjar afskræmingar svo að Austrið „okkar“, Austurlöndin „okkar“,
verði að einhverju sem „við“ eigum og stýrum.
Eg ætti að endurtaka það að ég get ekki talað máli einhverra „raun-
verulegra“ Austurlanda. Hins vegar ber ég mikla virðingu fyrir styrk og
getu þjóðanna á þessu svæði til að halda áffam að berjast fyrir sínum
eigin hugmyndum um hverjar þær eru og hvað þær vilja vera. Þær miklu,
útreiknuðu og ágengu árásir sem gerðar hafa verið á samfélög araba og
múslíma í samtímanum fyrir að vera efdr á, fyrir skort á lýðræði og af-
nám kvenréttinda, hafa orðið til þess að við einfaldlega gleymum því að
hugmyndir eins og nútíminn, upplýsing og lýðræði eru á engan hátt ein-
föld hugtök sem allir eru ásáttir um og annað hvort finnast eða ekki, líkt
páskaegg í stofunni. Ungæðislegir fjölmiðlafulltrúar sem tala í nafni ut-
amíkisstefnu án þess að þeir séu í nokkrum beinum tengslum við (eða
hafi einhverja minnstu hugmynd um) það tungumál sem raunverulegt
fólk talar, hafa með furðulegri fáskiptni sinni spunnið upp landslag þar
sem ekkert þrífst og þar sem beðið er efdr að styrk hönd Bandaríkjanna
komi og byggi upp m^fó-líkan að lýðræði og frjálsum markaði, án þess
að leiða nokkru sinni hugann að því að slík áform eru ekki til nema í
Lagado-akademíunni hans Swifts.
Eg held því einnig fram að sú þekking á öðrum þjóðum og öðrum
tímum sem fæst með skilningi, samúð og ítarlegum rannsóknum og
greiningu sem hafa gildi í sjálfum sér, sé frábrugðin þekkingu - ef þekk-
ingu skyldi kalla - sem er þáttur í baráttu fyrir að staðfesta eigin stöðu,
stríðsæsingi eða hreinlega stríðsrekstri. Þegar alls er gætt er djúpstæður
munur á löngun manna til að skilja hlutina í þeim tilgangi að bæta sam-
*59