Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 119
DEILIGALDUR ELÍASAR
skáldsögu sé rakin í kafla inni í miðju verki. Dállenbach tekur dæmi úr
fyrri hluta Don Kíkóta þar sem rætt er um að síðari hlutinn komi vonandi
út - bókin er að „spá fyrir um sína eigin framtíð en um leið aíneitar hún
sinni eigin tdlvist á þeirri forsendu að hún sé ekki bók, heldur veru-
leiki“.27
I þessum flokld á sjálfgetna skáldsagan (e. the self-begetting novet) einn-
ig heima, líkt og hún er skilgreind af Steven G. Kellman í samnefndu
fræðiriti frá árinu 1980. Samkvæmt Kellman á hugtakið við „ffásögn,
venjulega í fyrstu persónu, af þroska einstaldings fram að þeim tíma þeg-
ar harrn getur tekið upp penna sinn og samið skáldsöguna sem við höfum
rétt lokið við að lesa“.28 Verk í þessum anda sameina gjarna tvær eldri
bókmenntahefðir, þroskasöguna (þý. Bildungsromarí) og söguna um
listamanninn (þý. Kiinstlerroman), en hafa það sérkenni að lýsa sinni eig-
in tilurð. Af því leiðir að frásögn sjálfgetinna skáldsagna bítur í skottið á
sjálffi sér. Um þetta segir Kellman:
Eins og óendanleg röð af kínverskum öskjum byrjar sjálfgetna
skáldsagan þar sem hún endar. Þegar við höfum lokið við að
lesa söguna af tilfinningalegu uppeldi höfuðpersónunnar
verðum við að fara aftur á síðu eitt til þess að njóta með nýjum
hætti ávaxtar þess ferils - skáldsögu hins þroskaða listamanns,
sem sjálf lýsir því hvemig skáldsaga verður til... Lokalínan [...]
snýr aftur til upphafsins.29
Þekktasta dæmið um þessa uppbyggingu frásagnar í íslenskum bók-
menntum er væntanlega kvæði Stefáns Jónssonar sem flest börn læra á
fyrstu árum sínum í leikskóla og hefst á erindinu: „Það var einu sinni
strákur / sem átti lítinn bíl / og kennslukonan sagði’ honum / að semja’
um bílinn stíl.“ I næsta erindi segir síðan: „Hann þorði ekki að hika, /
hann hélt hún yrði reið, / og settist við og samdi / þá sögu á þessa leið:“
Þriðja erindið er svo samhljóða fyrsta erindinu og þannig áffam, koll af
kolli, út í hið óendanlega.
2/ Lucien Dallenbach, The Mirror in the Text, bls. 93.
28 Steven G. Kellman, The Self-Begetting Novel, New York: Columbia University,
1980, bls. 3.
29 Sama rit, bls. 3.
n 7