Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 17

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 17
„SVO SEM í SKUGGSJÁ, í ÓLJÓSRI MYND“ ers því þær voru meðal þeirra mörgu sögulegu skjala sem urðu eldi að bráð þegar London varð fyrir sprengjuárásum í seinni heimsstyrjöldinni. En það sem skiptir meira máli en að gögnin um réttarhöldin hafa glat- ast er að ákvörðunum sem teknar voru í kringum aftökuna og greftrun- ina var haldið leyndum af ásettu ráði og engin skjalleg gögn sem varða það sem „gerðist“ voru nokknm tíma til, því þau voru aldrei fest á blað. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki hægt að vita neitt um þetta efni vegna þess að það hefur verið fært af ásettu ráði út fyrir það sem mátti vita og þekkja. Þótt merking þessa atburðar verði „eðlilega" að vera sagn- fræðingum ráðgáta, hefur það ekki stöðvað fólk í að draga sínar, oft mjög frjálslegu, ályktanir, m.a. þá að Scheepers hafi ekki verið tekinn af lífi heldur haldið föngnum í öðru landi þar til hann lést. Mörgum spurninganna um „hvað“ gerðist er hægt að svara út frá heimildum, þó ekki öllum, en fáum spurningum um „af hverju“. Til að ráða í þær hafa margir skýrendur dregið ályktanir langt út fyrir það sem hin raunverulegu sönnunargögn leyfa, frekar en að viðurkenna og takast á við það sem mér þykir mun áhugaverðara, en það eru hinar sérsniðnu „hindranir sýnileikans“ sem yfirvöld hafa búið tdl. Slíkar hindranir eru mun víðtækari og áhrifameiri, eins og bent er á í efdrfarandi umfjöllun. Hversdagslegar skipulagsstaðreyndir Það mætti ætla að þau túlkunaratriði sem hér hefur verið vísað til eigi einna helst við um torræð álitamál en að slíkum málum slepptum megi nokkuð auðveldlega þekkja raunveruleg grundvallaratriði flestra, ef ekki allra hluta í fortíðinni. Þegar öllu er á botninn hvolft benda sönmmar- gögnin eindregið til þess að Scheepers hafi í raun og veru verið tekinn af Kfi og lík hans grafið með leynd, þótt það svari ef til vill ekki spurn- ingunni um „af hverju“ á fullnægjandi hátt. A hinn bóginn sýnir annað dæmi okkur að það sem virðist vera hversdagsleg og sjálfsögð staðreynd, getur haft flókin vandamál í för með sér ef grannt er skoðað. Þetta dæmi snýst um skipulag stjórnarhátta breska hersins í innlimuðu Búaríkjunum, einkum hvað varðar „fangabúðakerfið“ sem komið var á fót vegna skæru- hernaðar Búa og fangabúðanna sem voru grunnur þess.17 „Fangabúðakerfið“ fól í sér þjóðnýtingu á vinnuafli svartra, aðskildar búðir svartra, herlög, auk „burgher“-fangabúðanna; sjá Stanley, Mourning Becomes, bls. 76-100. !5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.