Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 69
SOVÉTMENN OG SAMBÚÐIN VIÐ BANDARÍKIN 1945-1959
hefðu reynslu af samstarfi og væru því vel hæf til samvinnu á alþjóða-
vettvangi en einnig til að setja þjóðirnar tvær á jafirréttisgrundvöll. Skilj-
anlega var alltaf gert meira úr þjáningum Sovétmanna en það var stórt
skref að viðurkenna að Bandaríkjamenn hefðu átt þátt í sigrinum og
greinilegt að bréfriturum var mikið létt að þurfa ekki lengur að hafa
áhyggjur af yfirvofandi árás frá Bandaríkjunum.- Þannig var síðari
heimsstyrjöldin rædd í fjölmörgum bréfum og greinilegt að hún hafði
tekáð við af byltmgunni 1917 og borgarastríðinu sem mótandi atburður
í sögu Sovétríkjanna og máttd nú greina augljósan létti fólks gagnvart
þeirri breytingu sem orðið hafði á opinberri stefnu um að óhjákvæmi-
lega kæmi til átaka að nýju.
Bréfunum tdl Krústsjovs má skipta nokkurn veginn í tvennt. I fyrri
flokknum eru stuðningsbréf, þ.e. skeyti og bréf þar sem áhersla er lögð
á að óska Krústsjov góðrar ferðar eða, eftdr heimkomu, óska honum tdl
hamingju með árangursríka ferð. Lengri stuðningsbréfin eru hlaðin lofi
og aðdáun á Kommúnistaflokknum, sovéskum stjórnvöldum og Krúst-
sjov sjálfum og það kemur ekki á óvart að tök bréfritara á ritmáli flokks-
gagnanna eru mjög góð eins og efdrfarandi dæmi sýnir: „Af hverju höf-
um við það svona gott? Af því að Flokkurinn og ríkisstjómin eru stöðugt
að huga að velferð okkar, velferð venjulegra Sovétmarma, við eigum
yndislegt fif en við þurfum á friði að halda.“ Margir stuðningsbréfidtar-
anna, sérstaklega konur, skrifuðu í svipuðum dúr og lýstu í löngu máli
hvernig Flokkurinn hafði greitt þeim götuna og búið þeim betra líf.
Bhnd aðdáun á Kommúnistaflokknum var þannig augljós í mörgum
þessara bréfa, sem og hamingjuóskir tdl Krústsjovs sem arftaka Leníns.
Eitt efni var stuðningsbréfriturum hugleiknast í umþöllun sinni um
mikilvægi ársins 1959. Þetta var hið „tvöfalda afrek“ sovéskra vísinda-
manna eins og það var nefnt, þ.e. geimskot Lúník, geimflaugar Sovét-
manna tdl tunglsins, og smíði kjamorkuísbrjótsins Leníns. Báðir þessir
viðburðir vom tímasettir þannig að mikið var fjallað um þá í dagblöðum
á meðan ferð Krústsjovs stóð yfir og litið var á bæði Lúník og Lenín sem
sönnun yfirburða Sovétríkjanna á tæknilega sviðinu. Allt var þetta gert
til að beina athygh Sovétmanna frá miklum áróðri Bandaríkjamanna um
betri lífsgæði í Bandaríkjunum. Krústsjov sjálfur hafði árið 1957 viður-
kennt að Sovétríkin stæðu Bandaríkjunum enn að baki í framleiðslu á
27 Pravda, 6. ágúst 1959, bls. 1-3.
67