Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 115
DEILIGALDUR ELÍASAR
lýðveldishátíðinni á Þingvöllum. Þá hafi spumingin smiist um það hvort
stúlkan „væri þess verð, að ég þekkti hana náið“ en nú sé spumingin
„raunverulega ekki varðandi neina sérstaka stúlku“ heldur almennt hvort
það sé rétt eða rangt „að gefa sig yfirleitt á vald ástarinnar og dirfast að
njóta lífsins“ (bls. 69). En svarið heldur áfram að vefjast fyrir honum:
„Eg hef meðtekið ástina, bergt af bikar hennar án afláts, á meðan það var
- vitandi þó, að það var hindrun á leiðinni að því marki, sem ég hafði
ásett mér að ná, og sem ég hafði fómað allmiklu til að ná, meðal annars
sálarfriði mínum“ (bls. 69-70).
I kjölfar þessara vangaveltna segist Bubbi hafa þetta kvöld leikið kafla
úr etýðu ópus 10 eftir Chopin, en þar sé einn kaflinn „sá fegursti óður
til ástarinnar, sem ég hef heyrt“. Hann hafi jafhframt sest niður og teikn-
að á bláleita pappírsörk „alls konar myndir með rauðu bleki. - Það vom
hús. Það vom blóm. Það var Anna“ (bls. 70). Og að þessu loknu hafi hann
ort kvæði.
ég hafði aldrei ort kvæði fyrr, - aldrei í alvöru. [...] En nú gerði
ég alvarlega tilraun til að yrkja ljóð. Eg byrjaði án þess að gera
mér grein fyrir því, hvers formið krefðist, ef það ætti að vera
fullkomið. Fullkomið kvæði er það eitt, samkvæmt minni skoð-
rm, sem túlkar fyllilega þá stemmningu, sem skáldið er í eða
ætlast til að náist við lestur kvæðisins. Eg hef lesið feiknin öll
um lögmál brmdins og óbundins máls, - úrval úr frægum verk-
um -. Og mig varðar í rauninni ekkert um annarra verk, ill eða
góð, þegar ég yrki af þörf fyrir tjáningu á mér.
Hve bjart er þitt blik,
blíða stjaman mín!
Augnaráð þitt auðmjúkt
inn í sál mér skín.---
O, stjaman mín! (bls. 70-71)
Kvæðið heldur áffam og virðist, líkt og etýða Chopins og teikning
Bubba, vera dæmi um frásagnarspegil í miðju verki sem endurspeglar
söguþráð skáldsögunnar, ítrekar að Eftir örstuttan leik sé óður til ástar-
innar, mynd af stúlkunni Önnu. En það er líka hugsanlegt að hér sé um
að ræða smækkaða spegilmynd af tilurð verksins, afhjúpun á þeirri tján-