Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 41
Gunnþórunn Guðmundsdóttir
Blekking og minni
Binjamin Wilkomirski og helfararfrásagnir
Árið 1995 kom út í Þýskalandi hjá Jiidischer Verlag, dótturíyrirtæki
Suhrkamp Verlag, bókin Bruchstiicke: Aus einer Ki?idheit 1939-1948 (Brot:
úr barnæsku 1939-1948).1 Þar segir frá skelfilegum bernskuminningum
gyðings sem tveggja eða þriggja ára lenti í útrýmingarbúðum nasista og
reynir á fullorðinsárum að komast til botns í brotakenndum og óljósum
minningum sínum. Höfundurinn lýsir þar hvernig hann flýði Riga í
Lettlandi með fjölskyldu sinni, en áður hafði hann orðið vimi að morði
á manni sem hann telur hafa verið föður sinn. Hann verður viðskila við
fjölskyldu sína og er gripinn af SS-mönnum og sendur til Majdanek-
búðanna í Póllandi, þaðan í aðrar búðir (sem á kápu er vísað til sem
Auschwitz), þá á munaðarleysingjahæli í Kraká og loks á aðra slíka
stofhun í Sviss. Bókin hlaut gríðargóðar viðtökur gagnrýnenda, var fljót-
lega þýdd á fjöldamörg tungumál og höfundinum, sem nefndur er Binja-
min Wilkomirski á kápu, hlotnuðust ýmiss konar verðlaun, þ.á m. frá
ýmsum samtökum gyðinga víða um lönd. Fljótlega fóru þó að heyrast
efasemdaraddir. Svissneskur blaðamaður varð einna fýrstur til að benda
á að ekki væri allt með felldu, en útgefendunum hjá Suhrkamp þótti ekki
ástæða til að taka ásakanir hans alvarlega. Mesta athygli vakti hins vegar
grein Daniels Ganzfried í svissnesku vikublaði sem upplýsti að Binjamin
• Rannsóknin er hluti af verkefni sem styrkt er af Rannsóknasjóði íslands.
1 Binjamin Wílkomirski, Bmchstiicke: Aus einer Kindheit 1939-1948, Frankfurt am
Main: Jtidischer Verlag, 1995; Fragments: Memories of a Wartime Childhood, þýð.
Carol Brown Janeway, New York: Schocken Books, 1996.
39