Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 149
AÐFÖNG OG EFNISTÖK í ENGLANDSÞÆTTI GERPLU
af fíflsku, er þú geingur slíkra örenda á vom fund. Eða hyggur
þú Knút Sveinsson þann ættlera, að eg færa venslalausum far-
strák noregskonúngsríki að gjöf, það land sem faðir minn vann
af Olafi konúngi Tryggvasyni með hreysti. (bls. 277-278)
Um svik Olafs býr Halldór til sína eigin sögu, því að engar heimildir
eru íyrir því að þeir Knútur hafi nokkurn tíma hist á Englandi. Raunar
víkur Halldór að heimildaleysi þessarar sögu með því að setja fram þá
skýringu að enskum sagnaritumm hafi þótt Olafur of ómerkilegur til að
geta í nokkrn hvað þeim Knúti fór á milli.42
33 Þorkell hávi
Rauði þráðurinn í frásögn Gerplu af Þorkatli háva er fégræðgi hans, og
beinist hún í fýrstu að Aðalráði. Þannig heimtar Þorkell í upphafi leið-
angurs síns á Englandi „morð fjár í silfri“ (bls. 188) af konungi og er
heldur seirm að átta sig á því að ekkert er lengur af honum að hafa. Með-
an beðið er eftir „friðskattinum“ fara Þorkell og lið hans „ránshendi um
nálæg skíri, og grípa alt fémætt sem þeir megu hendur á festa, svo og
nautgripi og smjör, en þó verður herfáng þeirra vonum minna; vóru
bændur margrúnir áður“ (bls. 189). I Kantaraborg helga þeir Þorkell sér
allt fémætt, en konur og böm em flutt á skip til að selja í þrældóm, „og
kölluðu [þeir] það kaupeyri sinn“ (bls. 190). Gíslar em teknir í þeim
einum tilgangi að krefjast lausnargjalds af konungi fýrir þá. Næst verður
London skotmark þeirra Þorkels, og ástæðan er enn hin sama: „Það líst
norrænum mönnum og girnilegur starfi að ræna staðarfólkið, bæði að
dýrgripum, vopnum og reiðufé, og svo að búskapsþíngum og vöm og
öðrum þeim hlutum er menn hafa sér til gagns“ (bls. 200). Loks selja þeir
Þorkell og menn hans Aðalráði liðveislu sína fyrir 48.000 pund og hirða
síðan öll vermæti Lundúnabúa upp í þá greiðslu eins og áður var getið.
Meðan Þorkell væntir ennþá fjár úr hendi Aðalráðs, sem konungi er
með öllu ókleift að láta af hendi, grípur hann til þess örþrifaráðs að beið-
ast vægðar af Þorkatli. Því svarar hann með þessari meitluðu ræðu:
,,[...var] einn undirmanna í foríngjaliði Þorkels hins háva [þ.e. Ólafur] svo lágur að
hans getur að aungu á þeim bókum er enskir menn fróðir hafa görvar um þessa
atburði" (bls. 272).
147