Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 125
DEILIGALDUR ELÍASAR
efast ég um þetta vegna þess, að sjálfur hef ég svo oft átt bágt
með að skynja mig sem föður, enda þótt ég sé orðinn það. (bls.
184)
Bubbi lítur svo á að Bíbí sé hálfgerð skækja en af orðum Þórunnar móð-
ur hennar að dæma hefur hún lent í ástandinu (bls. 199). Þórunn hjálp-
ar henni að hugsa um barnið og það hefur lent á Gunnari föður Bubba
að greiða meðlagið. Þegar móðir Onnu, píanókennarinn Borghildur, fær
ff egnir af þessu lausaleiksbami og kemst á þá skoðun að kærasti dóttur
hennar sé í raun „forfallinn unglingur af drykkiríi og illum félagsskap“
(bls. 145) reynir hún hvað hún gemr til að koma í veg íyrir að Anna
umgangist hann og hún stíar þeim í sundur með því að senda stúlkuna í
píanónám til Kaupmannahafhar. Aðskilnaðurinn er ungmennunum þung-
bær en þau láta sér hann samt lynda.
Hjálmari Sveinssyni þykir lýsandi fyrir persónuleika Bubba hvernig
hann „skortir bæði vilja og kraft“ tdl að halda í Onnu. „Hann er einhvern
veginn hálfvolgur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Hjálmar bend-
ir enn fremur á að hið gæfulausa samband þeirra Bíbíar kunni að skír-
skota til lýðveldishátíðarinnar: „Það er engu líkara en hið unga lýðveldi
tapi sakleysi sínu og bamslegum draumum um leið og það kemur í
heiminn.“36 I framhaldi af þessum orðum vitnar Hjálmar til endurminn-
ingabókar Jóns Oskars, Gangstéttir í rigningu, þar sem svipaður skilning-
ur á skáldsögunni kemur fram. Jón Oskar segir þar reyndar að þeim
Hannesi Sigfússyni skáldi hafi ekki þótt mikið til sögunnar koma upp-
haflega en þegar hann líti um öxl finnist honum sem þeir hafi verið full
dómharðir: „svo undarlegt sem það er virðist þarna um tímamótaverk að
ræða í vissum skilningi [...]. Innihaldslaust líf og tómleiki eru orðnir
sterkir þættir í bókmenntunum nokkrum árum síðar.“37 An þess að það
rýri þessa sögulegu túlkun er athyglisvert að báðir horfa þeir Jón Oskar
og Hjálmar fram hjá því að efdr að Anna er farin til Kaupmannahafhar
hefst Bubbi handa við að skrifa sögu sína. Þetta er þó tvímælalaust
stórviðburður í lífi hans því með þessu mótd virðist hann loksins finna
leið að hinu langþráða takmarki sínu. Því jafhvel þótt skrifin lækni ekki
höfuðverkinn sem Bubbi þjáist af efidr að Anna er farin slá þær á hina
36 Hjálmar Sveinsson, „Nýr penni í nýju lýðveldi“, bls. 5.
3' Jón Oskar, Gangstéttir írigningu. Líf skálda og listamanna íReykjavík, Reykjavík: Ið-
unn, 1971, bls. 85-86.
I23