Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 155
Edward W. Said
Orientalism (2003)
Formáli að tuttugu og fimm ára aftnælisútgáfunni
Orientalism er án efa þekktasta rit palestínska bókmenntafræðingsins Edwards W.
Said (1935-2003).1 Bókin kom út í Bandaríkjunum árið 1978 og varð þegar met-
sölubók. Til hennar hefur oft verið vísað sem upphafs þeirrar nálgunar í hug- og fé-
lagsvísindum sem fengist hefur við samband nýlendna og nýlenduherranna á grund-
velli orðræðugreiningar. Bókin þallar um sköpun vestrænnar orðræðu um Austur-
lönd sem ffamandi andstæðu Vesturlanda. I bókinni greinir Said hvernig ímyndin
um hið framandi Austur sem vestrænir ffæðimenn, skáld og stjómvöld mótuðu í
verkum sínum var lykilþáttur í sjálfsmyndarsköpun Vesturlanda. Með ómeðvituðum
hætti hafi Vesturlönd í vissum skdlningi orðið til sem rökvís, karlleg og yfirskipuð
andstæða hins tilfinningabundna, dularfulla, kvenlega og undirgefha Austurs - og að
þessi huglæga ffamsetning á veruleikanum hafi mótað samskiptasögu þessara heims-
hluta, bæði stjómmálalega og efhahagslega.
I anda Foucaults sýnir Said ffam á hvernig margbreytileg þekking Vesturlanda-
búa á Austurlöndum varð til á menningarlegum forsendum þeirra sem skópu hana;
vestræni málfræðingurinn sem leggst yfir veda-ritin er ekki ffekar en stjómmála-
maðurinn sem samþykkir tiltekna innflytjendalöggjöf laus undan því pólitíska
samhengi sem hefur mótað samskiptasögu Austurs og Vesturs. Said dregur ekki
einungis fram hvernig sú almenna sannfæring vestrænna höfunda eins og Flauberts
og Renans um yfirburði Vesturlanda litaði skrif þeirra, heldur beinir athyglirmi að
því hvemig slík nálgun opnaði fýrir ítarlegar rannsóknir og fjölbreytilega vimis-
burði sem gáfu af sér „sannleikann" um Austrið.2 Mannkynssagan hefur snúist um
baráttu um yfirráð yfir landsvæðum og íbúum þeirra en ekki síður um baráttu „um
sögulega og félagslega merkingu"3, segir Said í efdrmála útgáfu Orientalism ffá
1995. Hann sá fyrir sér að verkefni hins gagnrýna fræðimanns væri að tengja saman
1 Edward W. Said, Orientalism, London: Penguin Books, 2003. Islensk þýðing rit-
gerðarinnar sem hér fer á efrir er gerð eftir bandarískri útgáfu hennar, „Preface to
the Twenty-Fifth Anniversary Edition“, sem birtíst í: Orientalism, New York:
Vmtage Books, 2003, bls. xv-xxx. © 2003, Edward W. Said. Öll réttindi áskilin.
2 Edward W. Said, Orientalism, bls. 14—15.
3 Edward W. Said, „Afterword (1995)“, Orientalism, bls. 329-354, bls. 331-332.
153