Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 23
„SVO SEM í SKUGGSJÁ, í ÓLJÓSRI MYND“
upp í töflu og greindar, að dánarhlutfall þeirra sem voru um kyrrt í tjöld-
um sínum var mun hærra en þeirra sem fóru á fangabúðaspítalana. Helstu
dánarorsakir sem læknar og dánardómstjórar skjalfestu voru vegna misl-
ingafaraldra, taugaveiki og lungnabólgu. Mikill meirihluti þeirra sem
komu inn á spítalana og voru haldnir þessum sjúkdómum lifðu af og
voru útskrifaðir eins og sjá má í töflu 2 hér að ofan, sem tekin er saman
úr sjúkraskrám Merebank-fangabúðaspítalans í Natal, á meðan mikill
meirihluta þess fólks sem þjáðist af þessum sjúkdómum og var um kyrrt
í tjöldum sínum, dó.28 Eg vann töflu 2 út frá ýmsum einstökum færslum
og áþekk greining á sjúkraskrám og upplýsingum armarra fangabúða-
spítala gefur sömu niðurstöðu. Auðvitað verður að_setja þann fýrirvara
að einstök atriði eða gögn getd verið afleiðing ónákvæmni eða mistaka
eins og áður hefur verið rætt; hvað sem því líður eru hér tekin saman í
þessari greiningu hundruð, og í sumum tilvikum þúsundir, gagna og slík
samanlögð gögn borin saman við önnur shk ffá fjölda staða sem eru
landfræðilega aðskildir.
Hvers vegna er þá svona afgerandi munur á þessum tveimur heim-
ildum? Fangabúða- og höfuðstöðvaskýrslumar urðu til smátt og smátt á
mörgum ólíkum stöðum. Vitnisburðir Búakvennanna voru fengnir og
mótaðir á tímabilinu efrir árið 1902 í andrúmslofti for-þjóðernisstefnu
Búa (og síðar Afrikana), innan þjóðernissinnaðra kvennahópa og -flokka.
Þessi upprennandi þjóðemisstefna var mjög kynþáttabundin og margar
þeirra kvenna sem bám vitnisburði urðu áberandi talsmenn hennar. Það
þýðir aftur á móti ekki að þær hafi ekki trúað því að það væri sannleikur
sem þær skrifuðu í vitnisburðum sínum. Þessu tengt er að ýmsar hliðar
á hinum útbreiddu sjúkdómum vom þeim áður ókunnar og vom þar af
leiðandi túlkaðar sem „komnar frá“ Bretum.
Hinir „nýju“ sjúkdómar sem um var ritað eins og þeir væm afleiðing af
illmennsku Breta áttu sér yfirleitt einfaldari, en þó engu að síður hörmu-
lega, skýringu. Eitt dæmi er að sum böm fengu stór sár á andlitin, í
læknisfræðiritum þessa tíma nefnt „cancrum oris“ (drep) og var ýmist
rakið til sýkingar djúpt í kjálka, berkla í andlitsbeinum eða krabbameins.
I dag vita menn að um er að ræða sár vegna tannsýkingar sem er afleið-
ing langvarandi fátæktar og vanheilsu. Hins vegar vom margar þeirra
kvenna sem rituðu vitnisburðina úr effi stéttum Búasamfélagsins, bæði
hvað félagslega og póbtíska stöðu varðar. Þær höfðu haft lítið ef nokkuð
28 Stanley, Mmming Becomes, bls.152-156.
21