Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 51
BLEKKING OG MINNI
í þessu samhengi mætti líta á texta Wilkomirskis/Dössekers sem eina
af afleiðingum þessa ástands. Vandinn sem Hoffman og Appignanesi lýsa
er nefnilega sá að þegar skelfileg reynsla er orðin eftirsóknarverð, allir
vilja að einhverju leyti kenna sig við slíka reynslu og ekkert minna dugar
en ,vitnisburður‘ um óhugnanlega fortíð, verði höfundar að gera skýra
grein fýrir stöðu sinni gagnvart reynslunni, minningunum. Þær, eins og
Raczymow, leggja áherslu á að reynslan sé einmitt ekki þeirra, hún sé
miðluð reynsla, minningar sem fjölskyldan hefur ekki endilega skýrt eða
rætt, þótt hún sé að mörgu leyti áþreifanleg arfleifð þeirra.
I sínu verki lýsir Appignanesi hvernig hún fór að leita uppi minningar
um fortíðina þegar móðir hennar fór að glata sínu minni. Að skrifa um
fortíðina er tilraun hexrnar til að gefa móðurinni fortíðina aftur, heila og
ósnerta (bls. 8). Hún vill reyna að skilja það þegar minningar eða reynsla
ásækja afkomendur þeirra sem fýrir reynslunni urðu, það sem hún kallar
„transgenerational haunting“ (bls. 8):
Minni er ekki hægt að stjórna, fremur en sögunni [...] Það
flæðir í gegnum kynslóðirnar í órökstuddri hræðslu, dularfull-
um sárum, sérkennilegum ávana. Barnið býr við þennan ótta
og ávana, án þess að vita að þetta eru minningar.28
í verkum Hoffrnan og Appignanesi er athyglinni beint að vandanum sem
minningar sem færast milli kynslóðir skapa. Báðar forðast þær að setja sig
beinlínis í spor fórnarlambanna og vekja stöðugt athygli á þessari gjá á
milli eigin upplifana og reynslu foreldranna. Þessir fýrirvarar og áleitnu
spurningar, sem þær báðar setja fram, gera leit þeirra að fortíðinni og
hugleiðingar um eigið hlutskipti í þessari óhugnanlegu arfleifð að frjóum
vettvangi sjálfsævisögulegra skrifa. Hugmyndin um tilfærslu minninga á
milli kynslóða, það sem Hfirsch kallar ,postmemory‘, virðist því vera öfl-
ugt tæki tál að rannsaka fortíðina, eins og fram kemur í þessum verkum.
Franski rithöfundurirm Henri Raczymow er í svipaðri aðstöðu og
Appignanesi og Hoffrnan. Hann segist stöðugt vera í leit að fortíðinni,
minningum sem eru ekki hans, minni sem er sundurtætt og götótt, sam-
28 Sama rit, bls. 8. „Memory, Hke history, is uncontrollable [...] It cascades through the
generations in a series of misplaced fears, mysterious wounds, odd habits. The child
inhabits the texture of these fears and habits, withouth knowing they are memory.“
49