Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 90
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
leg.13 Þessar kenningar falla einkar vel að vaxandi áherslu Kristínar Óm-
arsdóttur á það hve lánlausir hinir frelsisleitandi og ástsjúku líkamar verða
í samfélagi sem einkennist af vaxandi ofbeldi og illsku.
Utanaðkomandi skilgreiningar á kynferðinu umbreytast í reynslu og
verða mikilvægur þáttur af sjálfsverund hvers og eins. I textum Kristínar
leikur ekki vafi á því að kynið verður til í gjörningi. En fyrir hvern er
kynið leikið? Er það leikið fyrir aðra eða fyrir sjálft sig? Eða fyrir það
mat samfélagsins sem sjálfsveran hefur tekið inn í sig, gert að sínu og þar
með sínum eigin, innri ritskoðanda/leikdómara? Og ef kynið er sett á svið;
hvers vegna og á hvaða svið? Um þetta fjalla þunglyndiskenningar
Butler.
Þunglyndi og ky?i
í greininni „Hið þunglynda kynferði/ Samsömun hafnað“14 tekur Butler
aftur upp umræðuna um hið gjörningshæfa kyn og áréttar að ekki sé um
að ræða kjama eða gefinn veruleika þegar vísað er til kyns sem verður til
í gjörningi.15
Kynjagjörmngurinn skapar hins vegar eins konar afturvirka blekk-
ingu um að slíkur kjarni eða gefinn veruleiki sé í raun tiL Til að útskýra
þetta nánar notar Butler enn einu sinni uppáhalds kynuslafulltrúann sinn
eða „drag“-drottninguna sem líkir eftir eða skopgerir kyn sem ekki er
raunverulegt heldur eins konar upphafin fyrirmynd eða tilbúningur, í
raun eftirlíking af eftirlíkingu. Drag-drottningarnar em ekki að stæla
13 Iris Marion Young, „Lived Body vs. Gender: Reflecrions on Social Smicture and
Subjectivity“, Labrys, études féministes, 3/2003, http://www.unb.br/ih/his/gefem/
labrys3/web/ffan/young2 .htm.
14 Greinin ,JVIelancholy Gender/Reíused Identification“ birtist fyrst í bókinni The
Psychic Life ofPower. Theories in Subjection, Stanford, Stanford University Press, 1997
en er tekin upp í greinasafninu: The fudith Butler Reader, bls. 248-257.
15 Judith Butler, ,JVIelancholy Gender/Refused Identification“, bls. 253. I ensku-
mælandi löndum er talað um „melancholy" annars vegar og „depression“ hins vegar.
Fyrra hugtakið á sér langa sögu innan margra fræðigreina og vísar m.a. til djúps
þunglyndis sem mótar persónugerð manns, á meðan hið síðara er yngra og vísar til
sálarástands eins og depurðar. I íslensku er talað um „þunglyndi11 í almennri merk-
ingu sem getur vísað til beggja fyrirbæranna en fræðiheitið sem sálfræðingar og geð-
læknar nota er „geðhvarfasýki“. Hér er kosið að nota almenna hugtakið „þunglyndi"
um „melancholy" með vísun til sálarlegrar formgerðar. Sjá nánari umræðu um hug-
takið í bók minni Kona verður til, Reykjavík: Bókmenntafræðistofhun og Háskóla-
útgáfan, 1996.
88