Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 95
TOMIÐ OG TILVERAN
ingu Eve Kosofsky Sedgwick á skápnum og gagnrýni Susan Sontag á því
hvemig vestræn samfélög hafa brugðist við alnæmisfaraldrinum. Við höf-
um séð hvernig heilbrigðiskerfið hefur verið notað til að afhjiípa sam-
kynhneigða, ákæra þá fyrir fáfræði, gera einkalíf þeirra opinbert og benda
á þaðfyzMt/ og óekta í vah þeirra og lífsstíl. Við höfum séð þá lítilsvirta af
því að þeir séu úrkynjaðir, sjúkir og á valdi fíknar sinnar. Sagt hefur verið
að „þetta fólk“ sé ólíkt „okkur“, fi'amandi, útlenskt og menningarkimi
þeirra sé eða eigi að vera merktur fordæmingu og refsingum, hamfórum,
eyðingu og dauða. Þetta virðist ákaflega dökk mynd en flest okkar hafa
séð eitthvað af þessu ef ekki allt í viðhorfum samfélagsins til jaðarhóp-
anna.2 Allt eru þetta kerfi af boðum og bönnum, hömlum og viðvör-
unum, innvígslu og útskúfun sem samfélagið beinir að líkama þess sem
er jaðarsettur. Cheshire Calhoun hefur bent á að karlrembur og kyn-
þáttahatarar staðsetja konur og þeldökkt fólk á vissum, afmörkuðum
stöðum í samfélaginu og byggja þær útilokanir á líkömum þeirra sem eru
taldir óhreinir. En þeir vilja ekki gera slíkt hið sama við homma og
lesbíur. Þvingunarkerfið sem þeim er ætlað felst einmitt í að þeim er ekki
ætlaður neinn staður heldur eiga þau að vera ósýnileg.28
Sektarkenndin er sterkust allra þeirra tilfinninga sem tengjast sjúk-
dómnum, að mati Susan Sontag. Og þá tala menn ekki um sjúkdóminn
sem refsingu guðs fyrir syndugt líf sem sé ekki í samræmi við vilja hans
því að í augum samfélagsins hefur sá samkynhneigði ekki brotið gegn guði
heldur því sjálfu. Hann hefur ekki beygt sig undir hið gagnkynhneigða
valdboð og allt sem því fylgir. Refsing hans felst í sjúkdómum og dauða
og návist sjúkdómsins minnir stöðugt á að tími okkar í jarðlífinu er tak-
markaður. Margir hinsegin hstamenn bregðast við þessari valdslegu orð-
ræðu með því að segja að þótt tími okkar í jarðlífinu kunni brátt að vera
út runninn geti maður mögulega fundið hamingjuna ef hún sé til á
annað borð. I þessu felst hin tvöfalda afneitun þunglyndisins; Nei, ég tek
ekki við tákninu/merkingunni sem uppbót fyrir ástina sem ég hef misst
mentality, voluntarity/addiction. Eve Kosofsky Sedgwick, Epistomology ofthe Closet.
Sjá einnig greinina: Dagný Kristjánsdóttir, „Hinsegin raddir. Um sannar og lognar
lesbíur í íslenskum bókmenntum", Skímir, haust, 2003, bls. 451-481.
2 Skáletruðu orðin vísa tdl andstæðulíkans Kosofsky Sedgwick - mínushliðarinnar að
sjálfsögðu.
28 Vitnað efrir Iris Marion Young, „Lived Body vs. Gender: Reflections on Social Struc-
ture and Subjectivity“.
93