Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 126
JON KARL HELGASON
„nístandi einmanakennd, sem ég þjáðist jafnan af, áður en ég tók til að
skrifa sögu þessa og fá með því útrás fyrir tilfinningar mínar“ (bls. 185).
I ljósi hugmynda Kellmans er athyglisvert hvemig barnið sem Bubbi
eignast með Bíbí myndar í senn hliðstæðu og andstæðu við hina sjálf-
getnu skáldsögu. Ein skýringin á þrálátri ógleði hans og þörf hans fyrir
að skapa bókmenntir kann að felast í því hve bágt hann á með að skynja
sig sem líffræðilegan föðnr. Aður en Anna fer utan segir hún við hann:
„Þú átt að vera góður við htla drenginn þinn. Þegar ég er farin, áttu að
koma til hans“ (bls. 187). Þessi orð - eða öllu heldur „skipun; jafnvel sú
eina, sem Anna kom með, allan tímann, sem við þekktumst" (bls. 188) -
hafa þau áhrif að Bubbi vitjar barnsins um síðir heima hjá Þórunni, móð-
urömmu þess, og er heimsókninni lýst í lokakafla bókarinnar. Honum
finnst bamið vissulega fahegt en finnur enga þörf hjá sér til að staldra
lengi við hjá því, hvað þá að endurnýja kynnin við Bíbí, enda skynjar
hann drenginn sem eingetið afkvæmi hennar. Þetta kemur ffam með
táknrænum hætti strax efdr að Bubbi hefur litrið bamið augum og er einn
með því í herberginu: „Eg varð eins og smákrakki, stóð upp, læddist að
speghnum fyrir ofan servantinn og speglaði mig, leit annað slagið við til
þess að bera svip minn saman við svip barnsins og fannst hann ekki hið
minnsta svipaður föðurnum. Sjálfsagt er hann núklu líkari móður sinni“
(bls. 194). Afstaða Bubba breytist ekki þótt Þórunn segi honum að Bíbí
kalli drenginn Bubba.
Síðar í þessum lokakafla virðir Bubbi eldri fyrir sér gula blaðabtmk-
ann sem hann hefur verið að skrifa um sjálfan sig. Hann segist hafa haft
vissar efasemdir um þessa iðju - „hvort þetta væri ekki brjálæði ffá upp-
hafi til enda, - að vera að skrifa niður innstu hugsanir sínar, einkamál sín
- og jafhvel annarra, - til einskis, - til þess annaðhvort að glata því sjálfur
eða láta aðra glata því“ (bls. 206) - en ítrekar jafnframt að með þessu
móti hafi hann getað sigrast á ójafhvæginu í lífi sínu: „Aðeins þetta hef
ég haft í aðra hönd; að ég hef getað tmað lífinu nokkuð betur en áður, -
jafhvel svo miklu betur heldur en á horfðist um sinn“ (bls. 206). Þess má
geta að lokakafli skáldsögunnar nefnist „Barnið mitt“ - spurningin er
hvort sá tritrill vísar ekki allt eins, og jafhvel ffekar, til persónulýsingarinnar
sem skáldsagan getur af sér (Bubba eldri) en drengsins sem Bíbí fæðir
(Bubba yngri).38
Eins og áður segir leggur Hjálmar Sveinsson áherslu á að tómleikinn
sem Bubbi finnur til sé táknrænn fyrir „hlutskipti nútímamanns sem
124