Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 120
JON KARL HELGASON
Að mati Kellmans er brautryðjendaverk sjálfgetnu skáldsögunnar á
Vesturlöndum A la recherche du tempsperdu (I leit að glötuðum tíma) sem
Marcel Proust sendi frá sér á árunum 1913 til 1927. Sú saga, segir Kell-
man, fjallar „um sársaukafulla leit Marcels að ævistarfi; en um leið er tdl-
vist sjálfrar bókarinnar áþreifanleg sönnun þess að Marcel hafi að end-
ingu kosið að helga líf sitt bókmenntum".30 Meðal sporgöngumanna
Prousts í Frakklandi nefnir Kellman Jean-Paul Sartre og skáldsögu hans
La Nausée (Ogleðina) frá 1938. Um er að ræða eins konar dagbóksögu-
mannsins, sagnfræðingsins Antoine Roquentin, sem dvelur langdvölum
á bókasafni í lidum ffönskum bæ og fæst við rannsóknir á ævi mark-
greifans frá Rollebon. Honum sækist verkið illa og finnur ítrekað til
ógleði yfir því að fólk geti ekki annað en verið til án þess að fyrir því sé
gild ástæða. En undir lok sögunnar, efrir að hafa horft endanlega á bak
fyrrum ástkonu sinni, tekur hann ákvörðun um að leggja tilgangslausar
sagnfræðirarmsóknir sínar á hilluna og skrifa þess í stað skáldsögu sem
varpað geti ljósi á fortíð hans sjálfs og haldið nafhi hans á lofti. Lesand-
inn veit ekki fyrir víst hvort sú saga hefur verið skrifuð eða hvernig hún
leit þá út en Kellman telur að nógu margt bendi til þess að hún sé sam-
hljóða sögu Sartres til að hægt sé að kalla verkið sjálfgetna skáldsögu. Af
öðrum verkum ffanskra höfunda sem Kellman ræðir ítarlega um með
hliðsjón af þessu hugtaki má nefna La Modification (Breytinguna) eftir
Michel Butor frá árinu 1957 og La Marquise sortit d dnq heures (Greif-
ynjan fór klukkan fimm) eftir Claude Mauriac ffá 1961. Hann ræðir líka
um hefð sjálfgetnu skáldsögunnar í hinum enskumælandi heimi, þar á
meðal verk efrir Henry Miller, Irish Murdoch, Doris Lessing og Law-
rence Durrell. Við upptalningu Kellmans á þessum rithöfundum er
ástæða til að bæta naftú Elíasar Marar, en eins og ljóst ætti að vera af lýs-
ingunni hér að framan er Efiir örstuttan leik dæmigerð sjálfgetin skáld-
saga.
I áðurnefhdri grein bendir Hjálmar Sveinsson á að hlutskipti Bubba
í sögunni minni „ofurlírið á existensíalískar andhetjur eins og þeim er
lýst í sögum Sartres og Camus“.31 Hjálmar vekur jafnffamt athygli á að
Bubbi finni grunsamlega oft til velgju. I fyrsta sirm sem hann sér Onnu
álengdar á veitingahúsi klígjar hann yfir kjötsúpunni sem hann hefur
pantað sér (bls. 23) og síðar, þegar hann býður Örrnu út að borða, finnst
30 Sama rit, bls. 3.
31 Hjálmar Sveinsson, „Nýr penni í nýju lýðveldi", bls. 5.
Il8