Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 113
DEILIGALDUR ELÍASAR
af þeim blóðuga örlagavef sem höfundur (eða enn æðri máttur) hefur
verið að vinda fyrir væntanlega lesendur Njálu: „Nú er vefur ofinn, / en
völlur roðinn, / munu um lönd fara / læspjöll gota.“23
Forleikurinn
Nú er tímabært að kanna með hvaða hætti hugtaki ð frásaguarspegill, eins
og Dállenbach skilgreinir það, getur nýst við greiningu á skáldsögu Elías-
ar Marar. Eftir örstuttan leik er fyrstu persónu frásögn sem lýsir nokkrum
misserum í lífi sögumannsins, Reykvíkings um tvítugt sem heitir Þór-
hallur Gunnarsson og er kallaður Bubbi. Hann hefur misst móður sína
en býr enn í föðurhúsum. Fyrsti kaflinn, sem ber titilinn „Forleikur“,
hefst á því að Bubbi er staddur í herbergi sínu á ágústkvöldi árið 1945 að
hlusta á forleik ónefnds tónverks af hljómplötu.24 Upphafsorðin eru
svohljóðandi:
Þetta er forleikur, - dásamlegasti forleikur, sem ég hef nokkru
sinni heyrt. Fg kæri mig ekkert um að heyra verkið sjálft, - að-
eins forleikinn.
Þegar ég dey, á að spila hann yfir líki mínu, til þess að gefa
jarðarfarargestum tækifæri til að hlusta þó einu sinni á góða
músík.
Hann hefst á veikum tónum, lágum, hægum, - eins og upp-
hafið á löngum þjóðvegi að morgni dags, þegar hem er á poll-
unum og sólin er ekki ennþá í augsýn; (bls. 9)
Á næstu síðum heldur sögumaður áfram að lýsa tónlistinni og þeim sýn-
um sem hún vekur í huga hans. Hann sér fyrir sér pílagríma á leið austur
á bóginn til borgarinnar helgu, þar sem eru „lönd sólaruppkomunnar, -
lífsins, - fyrirheitsins eilífa. Það er takmarkið“ (bls. 9). Á leiðinni ber
margt fýrir augu og eyru „okkar vegfarendanna“ (bls. 10); fólk, landslag,
brimgný, veðrabrigði, fuglasöng og loks efdr langa og erfiða ferð sjálft
takmarkið, glæsta höll með háum tumum. „Á efstu turnspímnni rís
23 Sama rit, bls. 284.
24 Elías Mar hefur upplýst að um sé að ræða forleikinn að Tannhciuser eftir þýska tón-
skáldið Richard Wagner. Sjá Hjálmar Sveinsson, „Nýr penni í nýju lýðveldi“, Lesbók
Morgunblaðsins, 28. október 2006, bls. 4-5, bls. 5.
III