Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 110
JÓN KARL HELGASON
endurtekning“.18 Sjálfum er honum einnig tamt að tala um spegilinn í
textanum tðiL frásagnarspegil í þessu sambandi og er sá kostur tekinn hér.
Með hliðsjón af skáldsögum Gides og skrifum annarra fræðimanna
telur Dállenbach gagnlegt að gera greinarmun á þremur afbrigðum frá-
sagnarspeglunar eftir því hvernig sambandinu á milh spegilsins og við-
komandi verks er háttað: (1) Einfóld speglun (í speglinum er mynd sem
líkist verkinu sem rammar hana inn). (2) Endalaus speglun (í speglinum er
mynd sem líkist verkinu sem rammar hana inn en sú mynd rammar þar
að auki sjálf inn spegilmynd sem líkist verkinu, o.s.frv.). (3) Hringsólandi
eða foersagnarkennd speglun (í speglinum er mynd sem virðist ramma inn
verkið sem rammar hana sjálfa inn). I samræmi \áð þennan greinarmun
setur Dállenbach fram þá skilgreiningu að frásagnarspegill sé „sérhver
innri spegill sem endurspeglar alla frásögnina með einfaldri, endalausri
eða „villandi“ (eða þversagnarkenndri) endurtekningu".19 Mörg þeirra
verka sem Borges gerir að umtalsefni falla í annan hvorn síðari flokkinn
en til að leiða betur í ljós muninn á þeim má taka dæmi af sögunni
„Grasaferð“ eftir Jónas Hallgrímsson.
I „Grasaferð“ riíjar fullorðinn, nafhlaus sögumaður upp þegar hann
var 13 ára og fór ásamt Hildi frændsystur sinni að tína fjallagrös. I miðri
sögu, þegar þau Hildur hafa fyllt pokana sína, biður sögumaður hana að
sauma fyrir peysuna hans svo hann geti tínt meira. Hún fellst á það ef
hann stytti henni stundir á meðan og fer svo að sögumaður fljuur fjögur
ljóð fyrir hana, tvö þýdd og tvö ffumsamin. Líkt og Helga Kress og
Svava Jakobsdóttir hafa bent á eru greinilegar hhðstæður á milli efhis
ljóðanna og sögunnar sjálfrar, þau eru hvert með sínum hætti ffásagn-
arspeglar samkvæmt sldlgreiningu Dállenbachs.20 Athyglisverðast er fyrra
ffumsamda ljóðið, „Sáuð þið hana systur mína“, en miðerindi þess
hljóðar svo:
18 Lucien Dállenbach, The Miiror in the Text, þýð. Jeremy Whiteley og Emma Hug-
hes, Chicago: The University of Chicago Press, 1989, bls. 19.
19 Sama rit, bls. 36.
20 Helga Kress, „Sáuð þið hana systur mína. Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar og
upphaf íslenskrar sagnagerðar“, Sktmir 163 (haust 1989): 261-292; Svava Jakobs-
dóttir, „Paradísarmissir Jónasar Hallgrímssonar“, Skímir 167 (haust 1993): 311-
362.
108