Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 150
MAGNUS FJALLDAL
Þorkell segir að þeir félagar vóru úti að afla sér þár á skipum,
en eigi að skemta sér; og var sú ein skyldarnauðsyn hans við liðs-
menn sína að láta greipar sópa á sérhverjum stað meðan févon
var; kvað slíkt verið hafa aðal fjáraflamanna og góðra dreingja
frá upphafi vega. (bls. 190)
Auðhyggja Þorkels boðar þannig tvennt; að rétt og rangt séu ekki til eða
skipti ekki máli, og að við söfhun auðs sé það réttur hins sterka sem helgi
meðalið. Þannig mynda fégræðgin og miskunnarleysið órofa heild í ferli
Þorkels á Englandi.
Líklegt verður að telja að hugmynd Halldórs um fégræðgi Þorkels sé
komin frá Enska annálnum. Þar er Þorkell nafhgreindur sem foringi fjöl-
menns víkingahers í annál ársins 1009 og þegar í stað orðaður við greiðslu
Danaskatts í Kent að upphæð 3.000 pund.43 Þessum sama víkingaher, sem
er óvenju afkastamikill um fjárkúgnn og gripdeildir, má svo fylgja eftir í
annálnum til ársins 1012, en Þorkell er ekki nafhgreindur oftar sem for-
ingi hans. Þá er og hugsanlegt að sú hugmynd Halldórs að sæma Þorkel
konungsnafnbót44 sé einnig óbeint frá annálnum runnin, en einungis kon-
ungar og stórmermi eru þar nafngreind.
3.4 Sveinn tjúguskegg
Sveinn tjúguskegg er líkt og Þorkell hávi fyrst og ffemst gráðugur þjófur.
Munurinn er einungis sá að Þorkell sækist eftir lausafé en Sveinn lönd-
um. Líkt og aðrir konungar í Gerplu er hann lítt vandur að meðölum og
limlestir menn og hálsheggur þar til málum er skipað eins og honum lík-
ar. Sveini er svo lýst að í bernsku hafi hann tekið kristni, en kastað trúrmi
og „og vildi nú drepa alla kristna menn, einkum klerka“ og að hann hafi
„það sér til frægðar unnið umffam marga konúnga að berjast við föður
sinn og drepa hann“ (bls. 261). Þá bætir Halldór því við að „á enskum
bókum [sé] hann kallaður föðurbani að viðurnefhi“. Að sjálfsögðu er öllu
þessu ætlað að sýna fáheyrða illsku Sveins, en hvaðan skyldi þetta efni
vera komið?
43 Sjá G.N. Garmonsway, The Anglo-Saxon Chronicle, bls. 139.
44 Sjá bls. 208, 265, 266 og 272.
148