Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 52

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 52
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR eiginlegri arfleifð sem einkennist af skorti, af eyðu. Hann dregur í efa rétt sinn til að tala, þar sem hann var ekki fórnarlamb, eftirlifandi, eða vitni. En hann segir jafnframt að skrifin séu eina leiðin sem hann hafi til að takast á við fortíðina, jafnvel þótt ekki sé hægt að endurgera fortíðina í skrifum.29 Spurningin sem virðist alltaf vakna er: „Hver hefur rétt á að tala?“ Og þá á móti: „A hvern eigum við að hlusta?“ Eru það einungis þeir sem upplifðu atburðina sem hafa rétt á að segja frá? Hvemig geta þeir sem lifðu með minningu foreldra sinna nálgast þá án þess að virðast minn- ingaþjófar? Hvernig bregðumst við við höfundum sem af einhverjum ástæðum hafa fundið samsvörun við eigin upplifanir í helförinni? Þá er oft nefiid þörfin - sem sálfræðingar ýta oft undir fyrir - að tala. Hefur þá sá sem hefur þörf fyrir að tala, rétt á að tala?30 Þegar hin fræga sjónvarpssería Holocaust (1978; sýnd hér í Ríkissjón- varpinu 1980) var sýnd, spunnust um hana nokkrar deilur, svipaðar þeim sem síðar urðu um Schindler's List (1993). Gagnrýnendur sögðu að hér væri gefin ansi fegruð mynd, nokkurs konar blætisfrásögn af helförinni, og upp úr þessu öllu var stofnað til Yale-verkefnisins sem fólst í því að safna saman vitnisburði þeirra sem lifðu helförina af. Sem sagt; svarið við 29 Henri Raczymow, „Memory Shot Through With Holes“, sjá bls. 413. 30 Umræðan um rödd, frásögn og reynslu er að sjálfsögðu ekki bundin við helförina. Femím'skar og póstkólóníal bókmenntarannsóknir hafa einnig verið svið slíkra um- ræðna og deilna þótt ekki gefist tækifæri til að ræða það nánar hér. Sjá t.d. Gaytari Chakravorty Spivak, „Can the Subaltern Speak?“, Marxism and the Interpretation of Culture, ritstj. Cary Nelson og Lawrence Grossberg, London: MacMillan Educa- tion, 1988, bls. 271-313; Dipesh Chakrabarty, „Postcoloniality and the Artifice of History. Who Speaks for ‘Indian’ Pasts?“, Representations, 1992:27, bls. 1-26; The Authority of Experience, ritstj. Arlyn Diamond and Lee R. Edwards, Amherst: Uni- versity of Massachussetts Press, 1977. Þessar deilur teygja sig víða og eru alls ekki bundnar við æviskrif. Nýlegt dæmi um þetta er umræðurnar sem sköpuðust í bresk- um fjölmiðlum um skáldsöguna Londonstani (2006) efrir Gautam Malkani, sem með notkun sinni á slangri pilta af asískum uppruna vakti miklar deilur um hver hefði rétt á að tala mál minnihlutahópsins og móta þetta tungumál í texta. Sjá t.d. Sarfraz Manzoor, „Why do Asian writers have to be authentic to succeed?" Guardian, 30. aprfl, 2006. Umræðan endurspeglar þá kröfu að höfundar úr minnihlutahópum séu ,ekta‘, þ.e. þeir hafi bein tengsl við þá reynslu sem þeir lýsa, og var í því samhengi bent á að Malkani væri háskólamenntaður blaðamaður á Financial Times og gæti því ekki þekkt götumál piltanna af eigin reynslu. Upphafning á mikilvægi reynslunnar gemr því beinlínis staðið bókmenntum og skáldskap minnihlutahópa fyrir þrifum. Guðni Elísson benlri mér á þessar deilur. 5°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.