Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 132
JÓN KARL HELGASON
Spumingin er hins vegar hverju lesandinn sé bættari þegar honum
tekst að bera kennsl á frásagnarspegla eða sjálfgetnað í einstökum skáld-
verkum. Hvað merfár það, til dæmis, að saga bíti í skottið á sjálfri sér eða
notfæri sér endalausa eða þversagnarkennda speglun? I niðurlagi fyrri
greinar sinnar, sem vitnað var til hér að framan, gerir Borges tilraun til
að svara slíkum spumingum með því að vísa til þeirrar kenningar þýska
heimspekingsins Arthurs Schopenhauer að draumur og vaka séu byggð
á lestri blaðsíðna í einni og sömu bókinni; „ef maður les þær í réttri röð
hfir maður, ef maður blaðar tilviljunarkennt í gegnum þær þá dreymir
mann. Málverk innan málverka og bækur sem opnast inn í aðrar bækur
hjálpa okkur að skynja þessa einingu".47 Borges er rið sama heygarðs-
hornið í lok greinar sinnar um deiligaldur, þar sem hann spyr af hverju
það trafli okkur að Don Kíkóti geti verið lesandi að Don Kíkóta og
Hamlet áhorfandi að Hamlet. Jú, segir hartn, „þessi viðsnúningur gefur
til kynna að fyrst persónur í skáldverki geti verið lesendur eða áhorf-
endur, þá getum við, lesendur þess og áhorfendur, verið skálduð."48
Grein þessi er skrifað með styrk úr Rannsóknarsjóði Rannís. Ég vil þakka Astráði
Eysteinssyni, Gunnþórunni Guðmundsdóttur, Hauki Ingvarssyni og Inga Birni
Guðnasyni íyrir yfirlestur á handriti og margvíslegar gagnlegar ábendingar.
47 Jorge Luis Borges, „When Fiction Lives in Fiction“, bls. 162.
48 Jorge Luis Borges, „Partial Magic in the Quixote", bls. 231.
130