Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 97
TÓMIÐ OG TILVERAN
að þeir dauðu rísa upp aftur svo að morðingjar þeirra geta hafist handa
við að drepa þá aftur. I Elskan mín ég dey er galgopahátturinn gagnvart
mörkum lífis og dauða sterkastur þar sem manrdífið er eins og sýndar-
veruleiki séður frá himnum á meðan hinn þunglyndi tónn verður sterk-
ari í Hamingjan hjálpi mér I og II. Skáldsagan Hér (2005) kafar einna
dýpst í sorgina.
Vinurminn heimsendir (2004) fjallar líka um jaðarsamfélög, sjúkdóma
og dauða, en út frá óvenjulegu sjónarhomi og verulega svörtum húmor.
Aðalpersónumar em feit kona og dvergur. Þau elska og virða hvort ann-
að þó að allir keppist við að segja þeim að sambandið muni aldrei ganga
af því að þau séu feit kona og dvergur. Þrír sjúklingar með mismunandi
sjúkdóma flytja inn til að deyja hjá þeim. Þeir misnota góðsemi parsins
og skilja við heimilið í rúst þegar þeir fara. Verkið fjallar um tilvistina á
jöðrunum og þá illsku sem þar þrífst. I því sjálfu, og ekki síður í sýning-
unni í leikstjóm Kristínar Eysteinsdóttur, er teflt ffam mörgum tilvís-
unum í Bibfiuna en það hefur Ktið upp á sig að reyna að finna samhang-
andi túlkun eða allegóríska tvöföldun merkingar. Vísanimar í Biblíuna
em fremur eins og litríkt baksvið mynda og frásagna sem em afhelgaðar,
hluti af menningarlegum táknum sem merkja það sem menn vilja að þau
merki.
I síðustu bók sinni, Hér (2005), dregur Kristín að sumu leyti saman
alla þræði höfundarverksins hingað til. Skáldsagan hefst á óhemjulega
ofbeldisfúllri senu þar sem þrír hermenn koma á friðsælan sveitabæ,
drepa þrjá fullorðna og fjögur böm en ellefu ára stelpa, Bilhe, fifir ósköp-
in af. Einn hermannanna drepur hina tvo og urðar öll níu líkin í fjölda-
gröf í garðinum. Hann sest að í húsinu, býr til kakó fyrir stelpuna og
sinxúr henni eins og besti faðir eða stóri bróðir. Hann mjólkar kúna, sér
um búskapinn og leikur sér að Barbie með stelpunni. Allir sem koma á
bæinn em horfnir morguninn eftir. I lok bókarinnar er Billie orðin tólf
ára og giftist hermanninum.
Billie verður vimi að fjöldamorði en hún talar aldrei um það við
hermanninn. Hið sáhæna áfah eða „trauma“ ofbýður vitundinni. Hún
neitar að skrá það sem reynslu. Hún neitar að tjá það en það sem gerðist
er engu að síður til og fer ekki neitt. Það er til staðar undir yfirborðinu,
ofan í eyðnnni, og við réttar kringumstæður brýst það út og sjálfsveran
upplifir það í allri sinni skelfingu eins og það var í fyrsta sinn. Klofn-
ingurinn sem verður milli þess sem má og ekki má tjá gerir það að verk-
95