Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Qupperneq 42
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
Wilkomirski héti réttu nafhi Bruno
Dösseker, væri fæddur og uppalinn í
Sviss og hefði aldrei nálægt útrým-
ingarbúðum komið.2
Eftir rannsóknir fleiri blaða-
manna og sagnffæðinga kom í ljós
að höfundur bókarinnar var sonur
svissneskrar einstæðrar móður sem
gat ekki séð um hann og varð að
gefa hann ffá sér. A fæðingarvott-
orði hans er hann nefndur Bnmo
Grosjean, fæddur í Biel í Sviss 1941.
Hann dvaldi, að því er virðist, á
munaðarleysingjahæli fyrstu æviárin
en var síðan tekinn í fóstur af ríkum
hjónum í Zurich, Dösseker að nafni.
Hann gerðist tónlistarmaður, klarí-
nettuleikari og klarínettusmiður, en
virðist ungur hafa orðið algjörlega gagntekinn af helförinni. Hann safn-
aði að sér gríðarlegu magni bóka og alls konar upplýsinga um helförina,
ferðaðist víða um Pólland og heimsóttd útrýmingarbúðir og gettó. Hann
tók svo upp á því að láta kalla sig Wilkomirski, safnaði hári og lét sér vaxa
barta sem minntu á lokka hreintrúargyðinga, fór að nota kollhúfu, eða
jarmúlku, og hélt því ffam að hann hefði lifað af helförina og verið í
útrýmingarbúðum sem barn.
Hann tók sér því fortíð, umbreytti sjálfum sér, skipti um nafn, um trú,
áður en hann gaf út bók sína. Bókin vakti mikla athygli, eins og fyrr segir,
og í kjölfarið tóku við ferðalög þar sem höfundurinn kom ffam hjá ýmiss
konar samtökum, gjarna með klút á herðum sem minnti mjög á bænasjal
gyðinga, spilaði klezmertónlist á klarínettið sitt, eða - eins og Robert
Alter komst að orði í grein um Wilkomirski sem hann nefhir „Arbeit
macht fraud“ - sökkti sér í „kitsch yiddishkeit“.3 Dösseker tengdist fljót-
2 Hermann Stefánsson ræðir grein Elenu Lappin um þetta verk í grein sinni „Streng-
urinn milli sannleika og lygi: Um lygadverga og lasið fólk“, Ritið 3/2004, bls. 93-
103. Sjá einnig Elena Lappin, „The Man with Two Heads“, Granta 66 (1999), bls.
9-65.
3 Robert Aiter, „Arbeit Macht Fraud", New Republic, 30. apríl 2001.
tv\etr<mö ef* NHrtVrr* ckUArrd
fiiNJAMIN W11 K Ö M I ft S k I
ffiWT-í €km*ib F*
4°