Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 29

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 29
„SVO SEM I SKUGGSJA, I OLJOSRI MYND" Á mynd 7 má sjá uppskrifað dánarvottorð lítillar telpu að nafhi Katit sem dó í apríl árið 1902 í fangabúðunum við Orange River Station. Að- eins fornafn hennar er tilgreint og foreldra hennar, Bartman og Griet, sem á þessum tíma í Suður-Afríku var vísbending um að viðkomandi væri ekki hvítur. Auk þess er „Native" bætt við í sviga aftan við nöfhin, svo ekki sé farið í neinar grafgötur um kynþátt þessa fólks. Bæði nafn- ritunin og kynþáttaaðgreiningin „innfæddur" sem bætt er við sker sig frá því hvernig dánarvottorð „ekki-innfæddur" voru fyllt út í þessum fanga- búðum. Flestir voru skráðir bæði með fornafni og eftimafni og kynþátt- ur þeirra ekki tilgreindur, sem gefur til kynna að þeir tilheyrðu æðri hópi sem ekki þurfti að aðgreina á neinn hátt, þ.e. hópi hvítra manna. En samhliða þessu var einnig litið á Griet sem réttu manneskjuna til að vitna um dauða dóttur sinnar, sem bendir líklega til þess að faðir Katit hafi ekki verið í búðunum, en líka að formlega var litið á Griet sem persónu sem hefði lagalegt forræði. Og Griet undirritaði þetta vottorð þótt ekki sé neinn prentaður reitur fyrir undirskrift á vottorðinu og það staðfestir vald hennar í þessu opinbera formlega máli. Staðreyndin var sú að á öll- um stigum kerfisins var gerð grein fyrir öllum dauðsföllum með dánar- vottorði, hvort sem hvít eða svört manneskja átti í hlut. Hinar ýmsu kröf- ur kerfisins sem vörðuðu opinber formsatriði, ábyrgðarskyldu og færslu skýrslna gengu því að vissu leyti þvert á alla aðra þætti sem vísuðu á lægri stöðu vegna etm'sks uppruna og húðlitar. Það er að segja, á hinu form- lega stigi skiptu allir máli og gera varð grein fyrir öllum. Robert Pickie, stjórnandi svörtu Thaba 'Nchu-búðanna skrifaði beiðni til yfirmannsins í Bloemfontein í júlí 1901, þar sem óskað var eftir leyfi fyrir nokkrar manneskjur, sem taldar voru upp í bréfi hans, til að yfirgefa Springfontein-fangabúðirnar þar sem þær voru staddar um þetta leyti. Tilgangurinn var að sameina þetta fólk aftur fjölskyldum sínum í Thaba 'Nchu: ... öll tilheyra Thaba 'Ncho-héraðinu ... [og eru] meðlimir fjöl- skyldna sem aðskildar voru þegar þau voru tekin af heimilum sínum í mars síðastliðnum. Sum voru send hingað, en önnur úr sömu fjölskyldu tekin af hersveitinni & send til Springfon- tein ... Ég vil eindregið mæla með því að þeim verði leyft að snúa aftur hingað ef einhver möguleiki er á því ... 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.