Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 29
„SVO SEM í SKUGGSJÁ, í ÓLJÓSRI MYND“
Á mynd 7 má sjá uppskrifað dánarvottorð lítillar telpu að nafni Katit
sem dó í apnl árið 1902 í fangabúðunum við Orange River Statdon. Að-
eins fornafn hennar er tilgreint og foreldra hennar, Bartman og Griet,
sem á þessum tíma í Suður-Afríku var vísbending um að viðkomandi
væri ekki hvítur. Auk þess er „Native“ bætt við í sviga aftan við nöfhin,
svo ekld sé farið í neinar grafgötur um kynþátt þessa fólks. Bæði nafn-
ritunin og kynþáttaaðgreiningin „innfæddur“ sem bætt er við sker sig frá
því hvemig dánarvottorð „ekki-innfæddur“ voru fyllt út í þessum fanga-
búðum. Flestir voru skráðir bæði með fornafni og eftirnafni og kynþátt-
ur þeirra ekki tilgreindur, sem gefur tdl kynna að þeir tilheyrðu æðri hópi
sem ekki þurfti að aðgreina á neinn hátt, þ.e. hópi hvítra manna. En
samhliða þessu var einnig litdð á Griet sem réttu manneskjuna til að vitna
um dauða dóttur sinnar, sem bendir líklega tdl þess að faðir Katit hafi
ekki verið í búðunum, en líka að formlega var litdð á Griet sem persónu
sem hefði lagalegt forræði. Og Griet undirritaði þetta vottorð þótt ekki
sé neinn prentaður reitur fyrir undirskrift á vottorðinu og það staðfestdr
vald hennar í þessu opinbera formlega máli. Staðreyndin var sú að á öll-
um stdgum kerfisins var gerð grein fyrir öllum dauðsföllum með dánar-
vottorði, hvort sem hvít eða svört manneskja áttd í hlut. Hinar ýmsu kröf-
ur kerfisins sem vörðuðu opinber formsatriði, ábyrgðarskyldu og færslu
skýrslna gengu því að vissu leyti þvert á alla aðra þættd sem vísuðu á lægri
stöðu vegna etnísks uppruna og húðlitar. Það er að segja, á hinu form-
lega stdgi skiptu allir máli og gera varð grein fyrir öllum.
Robert Pickie, stjórnandi svörtu Thaba ’Nchu-búðanna skrifaði beiðni
tdl yfirmannsins í Bloemfontein í júlí 1901, þar sem óskað var eftdr leyfi
fyrir nokkrar manneskjur, sem taldar voru upp í bréfi hans, til að yfirgefa
Springfontein-fangabúðirnar þar sem þær voru staddar um þetta leyti.
Tilgangurinn var að sameina þetta fólk aftur fjölskyldum sínum í Thaba
’Nchu:
... öll tdlheyra Thaba ’Ncho-héraðinu ... [og eru] meðlimir fjöl-
skyldna sem aðskildar voru þegar þau voru tekin af heimilum
sínum í mars síðastliðnum. Sum voru send hingað, en önnur
úr sömu fjölskyldu tekin af hersveitdnni & send til Springfon-
tein ... Eg vil eindregið mæla með því að þeim verði leyft að
snúa aftur hingað ef einhver möguleiki er á því ...
27