Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 71
SOVÉTMENN OG SAMBÚÐIN VIÐ BANDARÍKIN 1945-1959
Bandaríkjamönnum í bréfi til Krústsjovs. Hann hafði búið í Bandaríkj-
unum í sjö ár sem pólitískur flóttamaður eftir byltinguna árið 190 529 en
í kjölfar októberbyltingarinnar árið 1917 flutti hann til baka og var um
tveggja ára skeið í nánu sambandi við Bandaríkjamenn í Sovétríkjunum
sem voru þar til að aðstoða við uppbyggingu hagkerfisins eftir borgara-
stríðið. Hann var þeirrar skoðunar að þar sem hann hefði umgengist
bandaríska verkamenn og nemendur, væri hann hæfur til að „mynda sér
skoðanir á meðal-Bandaríkjamanni, fulltrúa bandarísku þjóðarinnar“.
Hann taldi upp eiginleika fólks sem hann hafði kynnst og nefndi sér-
staklega gestrisni þeirra og hvernig þeir „elska að taka á móti gestum og
skemmta þeim“. Hann tíndi ýmislegt fleira til, Bandaríkjamenn væru
móttækilegir, glaðværir, bjartsýnir, alúðlegir og einnig lausir við allt pjatt:
„Eg gæti sagt þér margt áhugavert um tengsl mín við þá, bæði persónu-
leg og viðskiptaleg,“ sagði Nikolaj Andrjejevítsj, „en ég geri ráð fýrir að
þú hafir nú þegar fengið yfirlit um þessi mál ffá ráðgjöfum þínum.“30
Hér má kannski taka fram að í æviminningum sínum segir Krústsjov
ffá því að enginn ráðgjafa hans, hvorki í Kreml né í sendiráði Sovét-
manna í Washington, hafi getað sagt honum hvers konar híbýli Camp
David væru. Krústsjov hafði miklar áhyggjur af því að verið væri að gera
lítið úr honum með því að bjóða honum á stað sem ekki sæmdi
þjóðarleiðtoga og var mildð létt þegar aðstoðarmenn hans gátu - eftir
miklar rannsóknir - fundið út að það væri mikill heiður að vera boðið í
Camp David, en þetta var bara eitt dæmið um það hversu mikil áhrif
einangrun Sovétmanna hafði haft á þekkingu þeirra á Bandaríkjunum.31
A svipuðum nótum voru tilboð um að fara með Krústsjov til Banda-
ríkjanna til að sýna Bandaríkjamönnum að Sovétmenn væru ósköp venju-
legt fólk. Þó nokkrir í þessum hópi buðu ffam sérþekkingu eða sérstaka
hæfni sem gæti nýst Krústsjov á ferðalaginu; t.d. sagðist ungur maður
29 A ferð sinni um Ameríku sagðist Krústsjov sjálfur hafa íhugað að flytja til Banda-
ríkjanna upp úr aldamótunum 1900 eins og svo fjölmargir Rússar gerðu á þessum
tíma. Hann hélt því þó fram að það hefði verið von um hærri laun sem togaði í hann,
ekki frelsi og tækifæri eins og viðmælandi hans Nelson Rockefeller, þá fylldsstjóri í
New York, sagði að hefði verið helsta ástæða innflytjenda fýnt komunni til Banda-
ríkjanna. Sjá Wilham Taubman, Khnishchev: The Man and His Era, New York: Nor-
ton, 2003, bls. 40.
30 GA RF, f. 5446, op. 93, d. 1309,11. 139-137. Þau skjöl sem hér er vísað til úr skjala-
flokki 5446 eru bréf einstaklinga til Krústsjovs.
31 Khnisbchev Remembers: The Last Testament, þýðing og ritstjóm Strobe Talbott, Bost-
on: Little, Brown and Company, 1974, bls. 371-372.
69