Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 118
JÓN KARL HELGASON
Og ég bjó til fantasíu yfir hugsanir mínar, meðan á tón-
verkinu stóð. Og þegar það var búið, skipti ég jafnan um og
hóf það á ný. Þannig hvað eftir annað. Og með því var sá kafli
skrifaður, sem er upphaf þessarar sögu. Og er ég hafði lokið
fýrsta þætti hans, og fantasían var á enda, hóf ég að rita á papp-
írinn þær myndir, sem komu fram í huga minn frá ágústkveld-
inu í sumar, er ég spilaði þetta tónverk eftir að hafa keypt það
fýrir nokkrum dögum. Og ég minntist þess, að einmitt það
kveld, er faðir minn kom upp og fór þess á leit við mig, að ég
hætti að framkalla þennan hávaða í húsinu, á meðan hann væri
að vinna, - einmitt þetta sama kveld sá ég Onnu í fýrsta skipti,
- Onnu, sem er mér allt.
Þannig varð það, að ég hóf ritun þessarar sögu. [...] Og nú
liggur hér fýrir framan mig gulur blaðabunki með sögu, sem
enginn mundi að líkindum trúa, að ég mundi nokkru sinni rita
- um sjálfan mig.--------(bls. 205-206)
Það síðasta sem sögumaður gerir í sögunni er að glugga í þetta handrit
og lesa úr því brot: „Og ég flettd í bunkanum, les í honum miðjum, aftast
og fremst. Og upphaf sögunnar er forleikurinn, þar standa þessar línur:
-----Hverjir eru það svo, sem snúa við? Snýr nokkur maður við, sem
árla dags gengur út á þjóðveginn, stígur nöktum fæti á hem pollanna og á
takmark fýrir höndum?“ (bls. 207). Þessar síðustu tvær semingar eru
teknar orðrétt úr fýrsta kaflanum, sögumaður og lesandi eru aftur
komnir á upphafsreit, eilífðarfangar þess sem Borges kennir við deili-
galdur - 602. nóttina - og Dállenbach við hringsólandi speglun.
Getnaðurinn
„Frásögnin um frásögnina“ er titdll á undirkafla í verki Dállenbachs þar
sem hann fjallar um skáldsögur sem lýsa eigin uppruna. Hann bendir á
að vissar frásagnir kalli beinlínis á útskýringar á því hvernig þær hafi orð-
ið tdl. Þannig sé algengt í upphafi bréfaskáldsagna að rakið sé hvernig
bréfin hafi komist í hendur höfundarins eða einhvers ritstjóra og með
hvaða hætti viðkomandi hafi staðið að útgáfunni. Þá kemur fýrir að saga
i ió