Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 48
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
Sögumaður flakkar í tíma á milli munaðarleysingjahælis í Sviss og út-
rýmingarbúðanna, og atburðir og myndir endurspegla ákveðin minni og
þemu. Það eru nær engin ártöl í verkinu, ekkert er sett fram með vissu,
Auschwitz er t.d. aldrei nefnt á nafh. En einnig eru fjölmörg dæmi þar
sem barnssjónarhornið verður mjög tvíbent, þ.e.a.s. tiltekur aðstæður og
lýsir atburðum sem þriggja eða fjögurra ára barn hefur engin tök á að
gera. T.d. eru nákvæmar lýsingar á húsaskipan og fleira þess háttar sem
höfundurinn hefur sankað að sér í einhverjum af sínum fjölmörgu heim-
sóknum á útrýmingarbúðasöfh. Þá hefur líka verið bent á að enska þýð-
ingin taki í raun frumtextanum fram; Carol Brown Janeway, þekktur þýð-
andi og ritstjóri, hafi pússað til textann, gert hann enn óræðari með því
að taka út kaflaheiti sem voru í þýsku útgáfunni, og ýmislegt fleira er tínt
til.19
Hneykslið í kringum Binjamin Wilkomirski hefur orðið hvati að gríð-
arlegum greina- og bókaskrifum. Bókmenntaffæðingar hafa velt fýrir sér
stöðu vitnisburðarins, stöðu tráma-ffæða, stöðu sjálfsævisagna og áhersl-
unnar á játningamenninguna sem virðist vera ástand samtímans. Sumir
ffæðimenn hafa tekið þann pól í hæðina að Bruno Dösseker hafi aug-
ljóslega átt skelfilega æsku og textinn lýsi gríðarlegu áfalli af einhverju
tagi, sem hann yfirfæri á helförina, en það sé þá undirliggjandi sannleikur
í vitnisburðinum.20 Einnig benda þeir þá á að allar samtímabókmenntir
hljóti að vísa til helfararinnar á einhvern máta. Aðrir segja að ef vitnis-
burður eigi að hafa einhverja merkingu verðum við að geta gert ráð fýrir
tengslum á milli ákveðinna atburða og ákveðinnar frásagnar; ef ekki þá
gæti hvaða tráma sem væri skapað hvaða frásögn sem væri og þá yrði
vitnisburður sem slíkur merkingarlaus.21
Falsaðar ævisögur eru ekkert nýtt fyrirbæri og sífellt koma fram ný
dæmi, sem flest tengjast fórnarlömbum og ffásögnum af áföllum og
hörmungum á einhvern hátt. A haustmánuðum 2006 vakti athygli bók
sem Oprah Winffey mælti með í sjónvarpsþætti sínum, A Million Little
Pieces (2003; Mölbrotinn 2006) eftir James Frey, og segir frá eiturlyfja-
19 Sjá t.d. Elena Lappin, „The Man with Two Heads“, bls. 50-51.
20 Þetta má t.d. sjá í grein Michaels Bernard-Donals, „Beyond the Question of Authen-
ticity: Witness and Testimony in the Fragments Controversy“, PMLA 2001, bls.
1302-1315.
21 Sjá gagnrýni á grein Bemard-Donals hjá Andrew S. Gross og Michael J. Hofffnan,
,JV[emory, Authority, and Identity: Holocaust Studies in Light of the Wilkomirski
Debate“, Biogi-apby vetur 2004: 27, bls. 25—48.
46