Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 59
SOVÉTMENN OG SAMBÚÐIN VIÐ BANDARÍKIN 1945-1959
Bæði dómskjölin og upplýsingaskýrslurnar eru þó mjög umdeildar
heimildir í sovétfræðunum; þeir sem allt kapp leggja á alræðiseðli Sovét-
ríkjanna segja þessi gögn óáreiðanleg sem heimild um almenna borgara,
logið hafi verið upp á þá sökum eða heimildarmenn búið til upplýsingar
í samræmi við viðurkennda stefnu stjórnvalda til þess að geðjast þeim og
stefiia sjálfum sér ekki í óþarfa hættu. Þessi gögn vitni því ekki um neitt
annað en ofsóknaræði og valdbeitingu stjórnvalda og séu vita gagnslaus
sem heimild um almenna borgara. Eg er ekki sammála þessum fræði-
mönnum og hef skipað mér í hóp þeirra sem álíta að þessar heimildir, séu
þær túlkaðar varlega og notaðar í samhengi við aðrar heimildir, segi okk-
ur ýmislegt um andrúmsloftið í Sovétríkjunum á þessum tíma.
Bréf skipa þriðja flokk frumheimilda sem hér er notaður.8 Þeir sem
eru lítillega kunnugir sögu Rússlands og Sovétríkjanna vita að bréfa-
skriftír eiga sér þar langa hefð9 og að oft birtist í skrifum óbreyttra borg-
ara óbilandi trú á stjórnvöld, en það sem er sérstakt við bréfaskriftir Sovét-
manna í kringum heimsókn Krústsjovs til Bandaríkjanna á haustmánuðum
árið 1959 er að fjölmargir bréfritarar treystu sér til að ræða samskipti
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna á tiltölulega opinskáan hátt. Þannig
hefði fjölmargt af því sem fólk skrifaði í bréfum árið 1959 orðið tilefhi til
fangavistar á tímum Stalíns en engar heimildir eru fyrir því að bréfritarar
þeir sem ég fjalla um hafi verið ofsóttir. Hluti bréfanna var birtur í sovésk-
um fjölmiðlum og í bók sem gefin var út um heimsókn Krústsjovs til
Bandaríkjanna en hægt er að draga ýmsar ályktanir af því að greina þau
bréf sem ekki voru birt, enda gengu þeir bréffitarar oft mun lengra í um-
fjöllun sinni um sambandið við Bandaríkin og ástandið í Sovétríkjunum
en höfundar bréfanna sem voru yfirvöldum þóknanleg til birtingar.
tion': The Illegal Economy and ,Speculators‘ in Rostov-on-the-Don, 1943-48“,
Provinaal Landscapes: Local Dimensions ofSoviet Power, 1917-1953, ritstj. Donald J.
Raleigh, Pittsburgh: University of Pittsburgh Press, 2001, bls. 236-254.
8 Ég flokka saman opinberan áróður, kvikmyndir og umræður miðstjórnar Kom-
múnistaflokksins um skipulag andamerísks áróðurs, dómskjölin og skýrslumar um
ástand í landinu era flokkur númer tvö en bréfin eru flokkur númer þrjú. Fleiri heim-
ildarflokkar, sem hægt væri að skoða til samanburðar, eru t.d. ævisögur, endurminn-
ingabækur og dagbækur.
9 Sjá t.d. grein Sheilu Fitzpatrick, „Supplicants and Citizens: Public Letter-Writing
in Soviet Russia in the 1930s“, Slavic Revievi, 55,1 (1996): bls. 78-105.
57