Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 21
„SVO SEM í SKUGGSJÁ, f ÓLJÓSRI MYND“
raun og veru, og þess vegna hefur það þótt ófullkomið. Andstætt þessu
hef ég lagt til að menn ættu að leiða skipulagsform stjómarhátta tf/heim-
ildunum sjálfum. Þá fáist ekki aðeins skýring á þeim grúa reglna og stað-
reynda sem stangast á, og frávika ífá þeim, heldur komi einnig í ljós
skipulagsgerð sem var gagnvirk og í mótun og þar sem skilningur var á
þeim óhku aðstæðum sem fyrirfundust á hinum fjölmörgu jaðarsvæðum
kerfisins.
„Stað?~eyndir“ raktar: hve?jir dón og hver?-a er ?ninnst?
Þær mörgu staðreyndir sem skjallegar heimildir bera vott um geta ekki
aðeins verið sundurleitar heldur stangast þær Ifka stundum á og segja
jafhvel ósamrýmanlegar sögur. Hvað mína rannsókn áhrærir er mikil-
vægasta siðferðilega eða siðfræðilega spumingin sem slíkar ósamhljóða
staðreyndir vekja sú, af hverju svo margir óbreyttir borgarar dóu í fanga-
búðunum: 26.370 einstaklinga er minnst á Vroue-minnismerkinu, sem
reist var til minningar um konur og börn sem létust í stríðinu í Bloem-
fontein í Free State og afhjúpað var í desember 1913.
Sú skýring sem Bretar gáfu á þessum fjölda í lok stríðsins, var að flest-
ir hefðu látist vegna sjúkdómsfaraldra sem ekki hefði verið hægt að koma
í veg fyrir nema með því að binda enda á stríðið. Foringjar í herliði Búa
hefðu hafhað tillögum Breta um að tæma fangabúðimar því það hefði
þýtt að skæruliðasveitdr Búa hefðu þurft að hætta árásum og snúa aftur á
býlin til að tryggja nægan matarforða (þ.e. þeir neituðu vegna þess að
þeir vildu ekki tapa stríðinu). Skýring Búanna sjálfra var algerlega
andstæð þessari og snerti ólfkar staðreyndir og ólíkar merkingar sem
festust í minni manna, og urðu til með vitnisburðum þeirra Búakvenna
sem höfðu verið í fangabúðunum:
... við dóum næstum úr hungri ... í hveitinu var líka vítríól og
eitthvað annað sem gerði rauða bletti í brauðið.22
Ég tók sjálf vítríól úr sykrinum og króka úr dósakjötinu ...
síðan ... [fór ég] úr Afiddelburg-morðingjabúðunum.23
22 ,J\hs. Dv Mag Ons Vergeet?, ritstj. Elizabeth Neethling, Kaapstad: Nasionale
Pers Beperk, 1938, bls. 88; ég þakka Helen Dampier þýðingu á ensku.
23 ,2Úxs. Scheepers", Stemme Uit Die Verlede, ritstj. MJVL Postma, Jóhannesarborg og
Pretóría: Voertrekkerpers Beperk, 1939, bls.146; ég þakka Helen Dampier þýðingu
á ensku.
!9