Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 38
LIZ STANLEY
Hálfdanarson hefur nefnt í sambandi Hð þjóðemispóhtík 19. aldar á ís-
landi, móta söguleg og samfélagsleg flokkonarkerfi félagshfið, fremur en
að þau einfaldlega endurspegli það.‘K) Það er óþægilegt að sjá hversu
flokkunarffæðileg mál og athafnir, ef ekki ásetningur eða póhtík, hjá tals-
mönnum þjóðemisstefhu í Suður-Affíku era hk ffæðimennsku síðari
tíma. Eg er hins vegar alls ekki að halda því fram að hér séu á ferðinni
„góðu og vondu kallamir“ í þessu sambandi; rök mín em þau að við öll
- og af nauðsyn - vinnum með flokkunarramma til að afla skilnings á
félagslegu hfi (í fortíð og nútíð).
Að mínu mati er þetta óhjákvæmilegur þáttur allrar túlkunaninnu
vegna þess að túlkun þarf á flokkun að halda þegar unnið er að þti nauð-
synlega verki að máta einstök sönnunargögn við almenn mynstur með
því að nýta slfkar flokkanir. Það er aftur á móti ahs ekki óumflýjanlegt að
fræðimennska geri þær aðgerðir sem fylgja þessu túlkunarstarfi ósýni-
legar. Eg hef fært rök fýrir því að þessar túlkunarathafnir og tíður skort-
ur á því að heimildir og „alkunnar staðreyndir“ falli nákvæmlega saman
séu ekki aðeins áhugaverð áskorun (stundum reyndar áhugaverðari en
rannsóknaskrif þar sem þessu er enginn gaumur gefinn) heldur líka afar
mikilvægar í þekkingarffæðilegum skilningi. Astundun sagnffæði í þeirri
grunnmerkingu sem felst í heimildarannsóknum og skyldum rannsókn-
um, hverfist um þessi heillandi túlkunarlegu og þekkingarfræðilegu efni
sem venjulega er tekið á í rannsóknarstarfsemi en koma sjaldan ffam í
ritun sögunnar. Þeir ekki síður hagnýtu grundvallarþættir sem bóka-
sækni byggist á gefa kost á að takast á við þetta og kanna nánar í söguleg-
um rannsóknum.
Sú sagnffæðiumræða sem farið hefur fram á undanförnum ámm hef-
ur sett starfsaðferðir við ritun sögunnar, sem mótaðar em af venjmn
stofnana og valds kanónunnar innan faglegs umhverfis, í brennidepil
ffæðimennskunnar. Þetta er bæði viðurkennt og því hafnað í rökstuðn-
ingi þessarar greinar. Sagnritunin, historiografían, er vissulega umbreyt-
andi og mótandi iðja fremur en að hún endurspegli beinlínis „stað-
reyndirnar“ og ég viðurkenni fullkomlega mikilvægi þessa eins og gert
er um þessar mundir. En á sama tíma ætti ekki að gera lestur á fortfðinni
og túlkunarathafhir sem honum fylgja ósýnileg með því að leggja alla
40 Guðmundur Hálfdanarson, „Iceland: a peaceful succession", Scandanavian Journal
ofHistory, 1999, 25, bls. 87-100.
36