Þjóðlíf - 01.07.1990, Qupperneq 5

Þjóðlíf - 01.07.1990, Qupperneq 5
VÍGHREIÐRIÐ í FLÓANUM Þess er nú minnst víða um lönd að rúm hálf öld er liðin frá upphafi síðari heim- styrjaldarinnar. Um þessar mundir eru 50 ár liðin frá því breski herinn kom hingað til lands og hernam þá meðal annars Kaldaðarnes í Flóa, þar sem þeir settu upp eina stærstu herstöð sína hérlendis. En nú grær yfir allt í Kaldað- arnesi.............. SJÓRÆNINGJA JENNÍ í nýútkominni ævisögu Lotte Lenya er dregin upp nærgöngul mynd af lífi þessarar örgeðja listakonu, sem aldrei þótti beinlínis falleg en hins vegar full af því sem kallað var „hrein eða hrá eró- tík“. Leiðir hennar lágu á ungum aldri til Berlínar þar sem hún kynntist feimnis- legu, alvörugefnu tónskáldi af gyðinga- ættum að nafni Kurt Weill og þau giftust árið 1926. Hún lék í ýmsum leikritum á síðustu árum Weimarlýðveldisins, meðal annars í verki Marielouise Fleis- er, „Frumkvöðlarnir frá Ingolstadt" eða „Die Pioneren von Ingolstadt". En fyrst og fremst lék Lotte Lenya í sýningum Brechts og Weills: Hún var Sjóræn- ingja-Jenní í Túskildingsóperunni .... SKÓLAMÁL Heimsókn í Heyrnleysingjaskólann, sem berst fyrir löggildingu táknmálsins ... 105 HEILBRIGÐI mm^^m—mmm Kvef getur bætt getu manna til að leysa verkefni ........................... 110 Rafvædd getnaðarvörn................ 110 Er magasár og jafnvel krabbamein smitandi? .......................... 111 Flengingar í skólum og á heimilum ...................... 111 Eftir hverju sækjast karlar og konur með kynlífi? .............. 112 NÁTTÚRA - VÍSINDI Maðkafluga ógnar Norður-Afríku og Miðjarðarhafslöndum. Gráðugir maðkar éta upp fórnardýrin. FAO sendir viðvörun til 38 landa........................... 108 Kínversk tígrisdýr að deyja út........ 108 Hvalir tala saman ..................... 109 Elsta steingerða dýr í heimi. 340 milljón ára gamalt skriðdýr veldur deilum og leggur land undir fót ................. 109 ýmislegt ^^^mmmmmm^m Viðskipti (smáfréttir)...... 102 Erlendar smáfréttir........ 102 Lesendakönnun ............... 80 Krossgáta.................. 118 Sérfræðingaveldið í Þjóðlífi að þessu sinni er m.a. fjallað um samskipti ríkisvaldsins og sérfræðinga í heilbrigðiskerfinu. í ljós kemur að sérfræðingarnir hafa sýnt þar mikla óbilgirni og ríkisvaldið hefur ekki megnað að standa í fæturna í samningum við þá. Árum saman hafa ríkisstjórnir, heilbrigðisráðherra eftir heilbrigðisráðherra, reynt að koma skikk á skipulag heilbrigðisþjónustu í landinu án verulegs árangurs. Skúli G. Johnsen borgarlæknir lýsir skipulaginu sem hreinustu hörmung. Hann telur t.d. að afnám tilvísana sem sérfræð- ingarnir hafa barist fyrir feli í sér að ekkert verði úr uppbyggingu heilsugæslustöðva. Við mótun heilbrigðisstefnu og þjónustu við sjúklinga væri auðvitað eðlilegt að sjúkl- ingar og heilbrigðisástand þjóðfélagsþegnanna réði ferðinni. Því miður er ástæða til að óttast að þjóðarheill ráði ekki ferðinni. Stundum er engu líkara en þróunin á markaðnum hjá læknastéttum sé afdrifaríkari um heilbrigðisstefnu heldur en þjónustan við þjóðfé- lagsþegnana. Sérfræðingum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin og þeir setja æ meira mark á heilbrigðismálin. Árið 1976 voru sérfræðingarnir 120, í dag eru þeir 355 talsins. Almennir læknar hafa æ minna að segja um þróun mála. I Reykjavík eru nú sjö sérfræðingar á móti hverjum einum heimilis eða heilsugæslulækni. Sérfræðingarnir hafa tekið völdin í læknafélögunum og þeir hafa skákað ríkisvaldinu í samningum. í skjóli aðstöðu sinnar gagnvart sjúklingum hafa þeir kverkatak á ríkisvaldinu og þrýsta því upp að veggnum. Auðvitað hafa þeir sýnt að sumu leyti aðdáunarverða lagni í þessum samskiptum, en það hlýtur að vera álitamál hvort hér sé um heilbrigða samningahætti að ræða. Ríkisvaldið er vanmátmgt gagnvart þessum volduga borðnauti sínum og hefur tapað slag eftir slag. Margar skuggahliðar eru á veldi sérfræðinga. Framkvæmdastjóri ríkisspítalanna segir t.d. að í sjúkrahúsunum liggi vannýttar fjárfestingar beinlínis vegna þess að sérfræðingar vilja halda starfsemi sjúkrahúsa í skefjum, enda eru þau samkeppnisaðilar. Sérfræð- ingarnir lenda auðvitað oft í margföldum og óheilbrigðum hagsmunaárekstri. Þeir vinna að hluta á sjúkrahúsunum og taka þátt í að móta rekstur og heilbrigðisstefnu þeirra, en eru jafnframt með það sem þeir kalla sjálfir einkarekstur utan sjúkrahúsanna. Það er svo að bera í bakkafullan lækinn þegar sömu aðilar og móta stefnuna á sjúkrahúsunum gagnrýna útþenslu ríkisvaldsins í heilbrigðiskerfinu og vilja beina sjúkl- ingunum í ríkari mæli til einkastofana — til sín. En hver ætli borgi brúsann þar? Einka- praxis sérfræðinganna er oft mærður í fjölmiðlum sem valkostur við heilsugæslu eða heimilislækna og jafnvel látið í það skína að þannig sé verið að létta fjárhagsbyrðum af samfélaginu. En slíkt er í flestum tilfellum ekki annað en yfirdrepsskapur og hræsni; það er ríkið í formi almannatrygginga sem borgar fyrir. Hinir ríkisreknu sérfræðingar eru jafn ríkisreknir í einkapraxis sínum eins og á sjúkrahúsunum. Það er alltaf seilst í sama vasann. Það er umhugsunarvert að hvergi verður sjáanlegt að heilbrigðisástand þjóðarinnar fari batnandi þrátt fyrir síaukinn fjölda sérfræðinga og vaxandi veldi þeirra. Kostnaður við sérfræðilæknishjálp jókst úr 440 milljónum kr. árið 1983 í 860 millljónir kr. árið 1988 á föstu verðlagi án þess að nokkur yrði var við einhverjar eðlisbreytingar. Oft er sagt að heilbrigðiskerfi okkar sé eitt hið fullkomnasta í heimi, — en það var líka sagt fyrir áratug síðan þegar sérfræðingarnir voru ekki eins margir og valdamiklir og þeir eru í heilbrigðis- kerfinu í dag. Og það er fullvíst að það er kominn tími til að huga meira að forsendum heilbrigðiskerfisins, — orsök sjúkdóma fremur en afleiðingum þeirra. En hvernig nýtast sérfræðingarnir til þeirra hluta? Óskar Guðmundsson. Útgefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10, box 1752, 121 Reykjavík, sími 621880. Stjórn: Svanur Kristjánsson, Bjöm Jónasson, Ásgeir Sigurgestsson, Hrannar Björn, Margrét Björnsdóttir, Guö- mundur Ólafsson, Jóhann Antonsson, Birgir Árnason, Skúli Thoroddsen, Hallgrímur Guðmundsson, Ámi Sigurjónsson. Ritstjóri Þjóðlífs: Óskar Guðmundsson. Blaðam.: Páll Vilhjálmsson, Einar Heim- isson, Sævar Guðbjömsson. Setn. o.fl.: María Sigurðardóttir. Prófórk: Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir. Fréttaritarar: Arthúr Björgvin Bollason (Munchen), Guðmundur Jónsson (London). Einar Karl Haraldsson (Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurðardóttir (Finnlandi). Ingólfur V. Gíslason (Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven), Yngvi Kjartansson (Osló), Ámi Snævarr (Parfs). Forsíða, hönnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Ljósnt. á forsíðu: Guðmundur Ingólfsson. Skrifstofustjóri: Guðrún Björk Kristjánsdóttir. Bókhald: Jón Jóhannesson. Framkvæmdastjóri: Lára Sólnes. Auglýsingar: Hörður Pálmarsson. Markaður: Hrannar Björn. Prentvinnsla: G. Ben. prentstofa hf. Kópavogi, sími: 641499. Blaðamenn símar: 623280 og 622251. Ritstjóri: 28230. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. ÞJÓÐLÍF 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.