Þjóðlíf - 01.07.1990, Side 14

Þjóðlíf - 01.07.1990, Side 14
Sérfræðingar leggjast gegn göngudeildum Fjárfestingar á sjúkrahúsum vannýttar, segir Pétur Jónsson framkvœmdastjóri ríkisspítalanna Sérfræðiþjónusta sjúkrahúsa á göngudeildum er í lágmarki þrátt fyrir stefnu heilbrigðisyfirvalda að auka hana. Sérfræðilæknar leggjast gegn umsvifum göngudeilda vegna þess að þær eru í samkeppni við eink- astofur sérfræðinga. Sérfræðingar ályktuðu um göngu- deildir þegar árið 1982 og vildu að starfsemi þeirra yrði haldið í lágmarki. Ályktunin var samþykkt á aðalfundi Læknafélags Islands og var ótvírætt að orði kveðið: „Öll almenn sérfræði- þjónusta á að fara fram á lækningastof- um lækna.“ Ennfremur að „þær göngudeildir, sem starfræktar eru við sjúkrahúsin í Reykjavík, ættu því að vera lokaðar eða hálfopnar..." Á sama tíma og ályktunin var sam- þykkt hófst sú þróun fyrir alvöru að sérfræðilæknar byggðu eða tóku á leigu húsnæði margir saman og settu þannig á stofn læknamiðstöð. Lækna- miðstöðvar voru forsenda þess að sér- fræðingar gátu einkavætt hluta af starfsemi sjúkrahúsa. Þar geta þeir samnýtt skurðstofur og aðstöðu til rannsókna. Nær allar aðgerðir sem ekki krefjast innlagna sjúklinga eru núna framkvæmdar í læknamiðstöðv- um. Stjórnvöld réðu engu um þessar breytingar á heilbrigðiskerfmu. Þvert á móti hefur það verið stefna heilbrigð- isyfirvalda að auka starfsemi göngu- deilda. Stefnan var ítrekuð í íslensku heilbrigðisáætluninni sem Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra lagði fram á Alþingi veturinn 1986-1987. Aftur ályktuðu sérfræðingar og sögðu í umsögn um áætlunina að það sé „ótækt að sérstakir læknar verði ráðnir til starfa á göngudeildum sjúkrahúsa.“ Barátta sérfræðinga gegn göngu- deildum er árangursrík. I könnun sem stjórn Læknafélags íslands lét gera ár- ið 1986 kom í ljós að „ekki höfðu orðið marktækar breytingar á göngudeildar- starfsemi sjúkrahúsa næstu 4 árin þar á undan.“ Afleiðingin af hagsmunagæslu sér- fræðinganna er vannýting á fjárfest- ingum í sjúkrahúsum. Að sögn Péturs Jónssonar, framkvæmdastjóra Ríkis- spítalanna, er sumum skurðstofum sjúkrahúsa lokað klukkan þrjú á dag- inn og rándýr tæki eru ekki nýtt nema að hluta. Þetta er vegna þess að starf- semi göngudeilda hefur í miklum mæli færst til sérfræðinga sem vinna sjálf- stætt. Samkvæmt upplýsingum Péturs störfuðu um 100 sérfræðingar hjá Rík- isspítölunum árið 1988, og þá eru ekki taldir með yfirlæknar. Um 65 af sérf- ræðingunum voru ráðnir í fullt starf, en 35 voru í hlutastarfi, oftast 50 eða 75 prósent. Sérfræðingar hafa mest upp úr því að vinna hvorttveggja á sjúkrahúsi og á eigin vegum. Þeir hafa fengið það inn í samninga að sérfræðingar í fullu starfi á sjúkrahúsum mega vinna allt að níu klukkustundir hverja viku á einkastof- um. Sérfræðingar í hlutastarfi mega vinna ótakmarkað utan spítalanna. Tvöfalt starf sérfræðinga gefur þeim einnig færi á að ná til sín sjúklingum á þægilegan máta. Skúli G. Johnsen borgarlæknir útskýrir hvernig þeir fara að: — Sérfræðingar geta núna vís- að til sín sjúklingum við útskrift enda hafa tilvísanir verið lagðar niður. Þeir annast þannig framhaldsmeðferð í stað göngudeildar. Þegar sjúklingur er byrjaður í reglubundnu eftirliti hjá sérfræðingi getur það samband haldist þegar ný vandamál koma upp. Þannig kemst sérfræðingurinn í hlutverk heimilislæknis og fer að stunda al- mennar lækningar, eftir mun hærri gjaldskrá en heimilislæknar. —pv greiðslu frá Tryggingastofnun ef sjúkling- ur kemur með tilvísun. Fyrri leiðin átti að hafa áhrif á sjúklinga en hin seinni á sér- fræðinga. Nefndin tók ekki afstöðu til þess hvor leiðin væri betri. I heilbrigðisráðuneytinu voru menn sæmilega ánægðir með álit nefndarinnar. Tilvísanir yrðu reglan þótt aðgangur að sérfræðingum væri áfram greiður fyrir sjúklinga án tilvísana. Tveir þungavigtar- menn úr röðum sérfræðinga, þeir Harald- ur Briem og Sverrir Bergmann, áttu sæti í nefndinni og það var talin trygging fyrir því að niðurstaða hennar nyti stuðnings sérfræðinga almennt og væri ígildi sam- komulags milli heilbrigðisyfirvalda og sérfræðilækna. Þess vegna samþykkti heilbrigðisráð- herra að breyta lögum um almannatrygg- ingar í samræmi við tillögu nefndarinnar. Breytingartillaga nefndarinnar á b-lið 43. greinar var orðrétt tekin upp í lögin og samþykkt á Alþingi í desember 1989. Þar með var orðið tilvísun fellt úr lögum. Þetta virðist fljótfæmi því að heilbrigðisráð- herra gekk ekki frá samkomulagi við sér- fræðinga um nýtt fyrirkomulag áður en hann breytti lögunum og það kom ráð- herra í koll. En í raun átti ráðherra engra kosta völ. Lagabreytingin um sumarið veitti undanþágu frá tilvísunum aðeins til áramóta og Alþingi varð að samþykkja ný lög fyrir jólaleyfi ef ekki átti að búa við sömu lögleysu og á árunum 1985 til 1989. Lagabreytingin sem átti að setja þrýsting á sérfræðilækna snerist í höndunum á ráðu- neytismönnum og varð þeim sjálfum að fjörtjóni. 14 ÞJÓÐLÍF
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.