Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 20

Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 20
Heill og hamingja fjölskyldunnar er háð því hvernig gengur með börnin. - Meðalvinnutími fyrirvinnunnar í fjölskyldurannsókn Sigrúnar og Gylfa reyndist vera 56 vinnustundir á viku. INNLENT líklegri til að eiga í vandræðum en hinir sem eru tilbúnir til að svara. í annan stað má leita skýringarinnar í menningu okkar. Vinnan er í hávegum höfð á íslandi og vinnusemi talin til mannkosta. Sigrún fjallaði um rannsóknina á málþingi í Sví- þjóð og þar furðuðu norrænir fræðimenn sig á vinnugleði íslendinga. Meðalvinnu- tími fyrirvinnunnar í rannsókn Sigrúnar og Gylfa er 56 klukkustundir á viku, en það er langt fyrir ofan það sem þekkist í nágrannalöndum. Þegar fyrst fréttist af niðurstöðum rannsókna Sigrúnar og Gylfa voru þær túlkaðar á þennan veg í fjölmiðlum: Meiri vinna, betra kynlíf. Sigrún segir þessa al- hæfingu ranga. Hún segir að svörunin við spurningalistunum sé skekkt í þeim skiln- ingi að þau 113 hjón sem svöruðu eigi lang- flest að baki háskólanám eða starfsnám, en það sama gildir ekki um þjóðina sem heild. Eiginmaðurinn var yfirleitt ánægð- ur í vinnunni og hjónin lögðu sig fram að nýta vel þær fáu frístundir sem þau áttu saman. Þegar karlmaðurinn vann mjög mikið en frístundirnar voru ekki nýttar með fjölskyldunni og til að hlúa að hjóna- bandinu var þeim mun meira um gremju, árekstra og togstreitu sem auðvitað hafði áhrif í daglegum samskiptum, gagnvart börnunum og í hjónalífinu almennt. Sigrún veit það af reynslu sinni sem félagsráðgjafi að ekki tekst öllum hjónum að greiða úr þeim vanda sem mikil vinna skapar heimilislífinu. „Enn sorglegra er til þess að vita að stundum dugar ekki þetta dýrkeypta streð til að endar nái saman, eins og húsnæðis- og barnagæslumálum er háttað.“ Fyrir flest hjón er um tvær leiðir að velja til að draga úr mikilli vinnu eiginmanns- ins. Önnur er að sætta sig við minni tekj- ur. Fæst hjón vilja minnka tekjurnar til heimilisins, sérstaklega ef það þýðir að þau verða að búa í leiguhúsnæði en það er ótraust og erfitt að fá húsnæði á sann- gjörnu verði. Hin leiðin er að eiginkonan vinni meira úti. Fyrir barnafólk á höfuð- borgarsvæðinu er þessi kostur oft ekki raunhæfur vegna þess að börnin fá ekki dagvist. — Hjón, sem ekki eru í forgangshópi, koma ekki börnunum í dagvist, nema þá í leikskóla sem er þrjár klukkustundir á dag. Og hver vinnur í þrjár klukkustundir á dag? spyr Sigrún og segir íslendinga eftirbáta nágrannaþjóða í dagvistunarmál- um og reyndar í mörgum öðrum velferðar- málum barna og foreldra, „sem eru for- senda fyrir auknu jafnræði kynjanna og bættum uppeldisskilyrðum barna og unglinga.“ Ástæðuna telur hún vera að félagsleg þjónusta hefur ekki fylgt í kjölfar annarra breytinga í samfélaginu, til dæmis flókn- ari atvinnuháttum og aukinni menntun kvenna, sem þær vilja nýta. Það gengur ekki að láta börnin vera sjálfala undir þess- um kringumstæðum. „Þorpsgatan er ekki lengur barnapía eins og hún var fyrir nokkrum áratugum,“ segir Sigrún og bendir á að hvergi á Norðurlöndum eru tíðari slys á börnum í umferðinni en ein- mitt hér á landi. Eftir að Sigrún hafði gengið frá þeim hluta rannsóknarinnar sem hún vann með Gylfa Ásmundssyni hófst hún handa við framhaldsrannsókn. Sigrún notar efnivið- inn úr spurningalistunum og hefur bætt við hann djúpviðtölum við hjón. Rann- sóknin tekur einnig til samskipta í hjóna- böndum fyrr og nú og tekur Sigrún mið af sögulegri þróun hjónabands- og fjöl- skyldustofnunar. „Heimildir eru fátæk- legar en til þess fallnar að draga megi af þeim ályktanir.“ Hjónabandið hefur breyst frá því að vera efnahagsleg stofnun, þar sem hjón voru hvort öðru háð í efnahagslegu tilliti, yfir í það að vera tilfinningastofnun sem lýtur öðrum lögmálum. „Það gerir hjón- um oft erfitt fyrir vegna þeirra væntinga sem þau hafa hvort til annars. Það verður mikið álag á þessa litlu einingu, innan frá sem utan“, segir Sigrún. Mörg íslensk hjón leysa þetta vandamál með því að karlinn vinnur svo langan vinnudag að ekki gefst tími til að bera saman væntingar við veruleikann. Afleið- ingarnar eru hinsvegar ófyrirséðar. Hjón- in í könnun Gylfa og Sigrúnar eru enn ekki komin á miðjan aldur og enginn veit hvernig þeim mun farnast þegar þau eld- ast. 20 ÞJÓÐLÍF 0
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.