Þjóðlíf - 01.07.1990, Síða 45

Þjóðlíf - 01.07.1990, Síða 45
áður. Dómurinn yfir fólkinu byggðist ein- göngu á játningum þess við yfirheyrslur hjá lögreglunni. Frá upphafi voru efasemdir um dóminn og eftir áralanga baráttu ættingja og stuðn- ingshópa víða um land fyrir upptöku málsins var það loks tekið fyrir af sérstök- um dómstóli í fyrra. Hann úrskurðaði að játningarnar hefðu verið falsaðar af lög- reglunni á sínum tíma og hefðu lögreglu- yfirvöld frá upphafi falið mikilvæg gögn í málinu, sem beindu gruni að öðrum mönnum. Fimm lögreglumenn voru við- Lýst eftir nýrri tegund af Iögreglu. riðnir yfirheyrslurnar og hefur þrem sem enn eru í lögreglunni verið vikið úr starfi um stundarsakir meðan framferði þeirra er rannsakað, m.a. ásakanir um misþyrm- ingar á sakborningum. Einn Guildford félaganna, Gerard Conlon, sagði við yfirheyrslur á sínum tíma að á heimili frænku hans og frænda, Annie og Paddiy Maquire hefðu verið búnar til sprengjur og eftir mikla lögreglu- rannsókn og yfirheyrslur voru sjö manns ákærðir fyrir hryðjuverkastarfsemi, þar á meðal Maquire hjónin og synir þeirra tveir á unglingsaldri. Öll sjö voru fundin sek um að eiga aðild að sprengjugerðinni á heimili hjónanna og dæmd til fangelsis- vistar frá 4 upp í 14 ár. Eina sönnunar- gagnið var nítróglyserín sem fannst á höndum þeirra sem þótti sanna að þau hefðu staðið að sprengjugerð. Á meðal hinna sjö dæmdu var faðir Gerards Con- lon, Giuseppe, en hann lést í fangelsi árið 1980. Nú fyrir skömmu var málið tekið upp hjá dómstólunum að nýju og úrskurð- að að sönnunargögnin í málinu væru óör- ugg. Nýtróglyserínið var ekki talið bendla fólkið ótvírætt við sprengjugerð, m.a. vegna þess að ekki þurfti annað en að hinir ákærðu hefðu komist í snertingu við ann- að fólk eða handklæði í baðherbergi með þessu efni til að mælast með það. Endurskoðun á öðrum mikilvægum sakamálum þykir ekki ósennileg á næst- unni. Úrslit Guildford- og Maquire mál- Lögregla nýja tímans: óeirðalögregla í verkfallsátökum við prentara í Wapping. anna hefur aukið þrýsting á yfirvöld að taka einnig til endurskoðunar mál „Birm- ingham-félaganna sex“ sem dæmdir voru í lífstíðarfangelsi árið 1976 fyrir sprengjutil- ræði tveim árum áður. Hinir dæmdu hafa haldið því fram að þeir hafi verið pyntaðir til að játa á sig glæpinn, en þegar málið var tekið fyrir hjá áfrýjunardómstóli 1988 var ekki talin ástæða til að hnekkja upphafleg- um dómi. Upptaka málsins nú hefur feng- ið enn frekari stuðning við það að síðast- liðinn vetur var leyst upp deild sem sá um alvarlega glæpi innan West Midlands lög- reglunnar, en þar á meðal voru einmitt lögreglumenn sem tóku þátt í rannsókn- inni á máli Birmingham-hópsins. Nú stendur yfir rannsókn á misferli innan deildarinnar, sem sökuð er m.a. um föls- un sönnunargagna og fyrir að hafa borið ljúgvitni og er þessi slóði talinn ná 13 ár aftur í tímann. Þótt dómurinn í máli Birmingham- hópsins þyki á traustari gögnum byggður en í Guildford og Maquire málunum, eru sterkar efasemdir á sveimi sem voru magnaðar enn frekar með heimildamynd um málið á ITV sjónvarpsstöðinni fyrir skömmu. Þar voru leidd rök að því að þeir sem nú sitja inni hafi ekki framið ódæðis- verkið heldur fjórir aðrir írar, sem voru meira að segja nafngreindir í þættinum. Annar dómur, sem miklar efasemdir eru uppi um, varðar morðið á Blake- lock lögregluþjóni í óeirðum í Tottenham- hverfi í London 1985. Þrír ungir menn voru fundnir sekir um morðið, dæmdir eingöngu eftir játningum á lögreglustöð. Reyndar játaði „höfuðpaurinn“, Silcott að nafni, aldrei beinlínis á sig verknaðinn, en orðalag hans við yfirheyrslu, skjalfest af lögreglumönnum en ekki staðfest af honum sjálfum með undirskrift, var talið sanna sekt hans. Nú hefur lögreglu- þjónnninn sem stjórnaði rannsókninni á morðinu verið dreginn fyrir agadómstól innan lögreglunnar vegna ólöglegrar með- ferðar á einu vitnanna í málinu. Og þannig hrannast málin upp eitt af öðru sem gefa til kynna eitthvað verulega rotið innan lögreglunnar. 0 ÞJÓÐLÍF 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.