Þjóðlíf - 01.07.1990, Síða 62

Þjóðlíf - 01.07.1990, Síða 62
MENNING | EINAR HEIMISSON Ævisaga Lotte Lenya komin út. Dregin upp nœrgöngul mynd af lífi þessarar örgeðja listakonu, sem aldrei þótti beinlínis falleg en hins vegar full afþví sem kallað var „hrein eða hrá erótík“. Með bónda sínum Kurt Weill íNew York 1949. SJÓRÆNINGJA-JENNÍ Nýlega er komin út í Bandaríkjunum og Þýskalandi ævisaga Lotte Lenya, einnar skærustu söngstjörnu Weimarlýðveldis- ins og eiginkonu tónskáldsins Kurts Weill. Nafn Lotte Lenya er nátengt tón- list Weimarlýðveldisins, verkum eins og Túskildingsóperunni og söngleiknum um borgina Mahagóní. eimarlýðveldið, 1919-1933, var mikill blómatími í menningarlífi Þýska- lands. í höfuðborginni Berlín var settur upp mikill fjöldi leikrita, gerðar margar kvik- myndir, skrifaðar víð- frægar skáldsögur og svo fram eftir götum. Þetta var tími listanna, tími frelsisins, hrað- fleygur og það var eins og listalíflð mótaðist af því rétt eins og menn finndu hvað þeir höfðu nauman tíma. Meðal þeirra sem settu hvað mest mark sitt á listalíf- ið á dögum Weimarlýð- veldisins voru hjón að nafni Kurt Weill og Lotte Lenya. Hann var óumdeilanlega þekkt- asta tónskáld landsins og samdi í samvinnu við Bertold Brecht ýmis ódauðleg verk eins og Túskildingsóperuna og Mahagónísöng- leikinn en auk þess önnur tónverk eins og fiðlukonsert, sem þykir eitt athyglisverð- asta verk sinnar tegundar frá þriðja ára- tugnum. Verk Brechts og Weills einkennast sem kunnugt er af hálfkæringsstíl, meitluðum laglínum og meitluðum ljóðlínum, hráum tónum, þar sem notuð er sérstök blanda hljóðfæra, jafnvel lírukassar. Alkunna er að það þarf mjög fágæta flytjendur til að koma þessum verkum til skila og þau eru þekkt fyrir að gera óheyrilegar kröfur til raddbeitingar og valds yfir leikrænum blæbrigðum og áherslum. Lotte Lenya lék Sjóræningja-Jenníu í frumsýningu Túskildingsóperunnar árið 1928. Hún var þekkt fyrir hráa rödd sína og kraft, óbeislaðan erótískan kraft, og fyrir að gera veröld hóranna og hórumang- aranna í verkum Weills að sinni. Hún fæddist árið 1898 í Berlín og bjó við vond- an kost í foreldrahúsum, var iðulega nauðgað af drykkjusjúkum föður sínum og fór sjálf tólf ára að stunda vændi og hélt því áfram uns góðviljuð frænka tók hana upp á sína arma, hélt með hana til Ziirich þar sem hún komst fljótt í kynni við leiklist. í nýútkominni ævisögu Lotte Lenya eftir Bandaríkjamann að nafni Donald Spoto er dregin upp nærgöngul mynd af lífi þessarar örgeðja listakonu, sem aldrei þótti beinlínis falleg en hins vegar full af því sem kallað var „hrein eða hrá erótík“. Leiðir hennar lágu á ungum aldri til Ber- línar þar sem hún kynntist feimnislegu, alvörugefnu tónskáldi af gyðingaættum að nafni Kurt Weill og þau giftust árið 1926. Hún lék í ýmsum leikritum á síðustu árum Weimarlýðveldisins, meðal annars í verki Marielouise Fleiser, „Frumkvöðlarnir frá Ingolstadt“ eða „Die Pionieren von Ingolstadt“. Fleiser þessi var einn þekkt- asti leikritahöfundur Weimarlýðveldisins og fyrirmynd Bertolds Brechts. Leikkonan Lotte (til hægri) íkvikmynd síðar á ævinni. 62 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.