Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 65

Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 65
KVIKMYNDIR | Skafid of bolninum MARTEINN ST. ÞÓRSSON Bruce Willis og Emily Lloyd íhlutverkum sínum í Uppgjörinu, sem nú er sýnd í Bíóborginni. Nokkur lognmolla ríkir nú á miðum íslensku kvikmynda- húsanna og eru flest að undir- búa sig undir aflavertíð stór- myndanna frá Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar fyrir vestan er einmitt slagurinn um dollarana byrjaður og þegar er búið að frumsýna myndir eins og „Back to the Future III“, „Another 48 HRS“, „Greml- ins 2“, og „Total Recall“ (en það er nýja Schwarzenegger myndin). Eins og sjá má af þessari upptalningu eru þetta allt saman hasar- og/eða löggu- myndir, sem ganga vel í af- þreyingarsjúkan almúgann vestan hafs, sem austan. Fáar stórmyndanna í sumar eru ekki framhaldsmyndir, ein- ungis er vert að nefna „Dick Tracy“ og „Total Recall“. Margar minni myndanna eru sjálfstæðar og einar sér, og virðist þar vera frekar feitan gölt að flá. Annars fjalla ég meira um þær síðar. Það sem Reykvíkingar berja augum á tjöldum kvikmynda- húsanna í dag, er að mestu ein- hver undirmálsfiskur sem koma þarf frá sér. Uppgjörið (In Country) - Bíóborgin ** eHér er kominn hasarhlunk- urinn Bruce Willis (Die Hard) í sinni fyrstu atrennu til óskarsverðlaunatilnefningar. Tilraun sem mistókst. Mynd- in fjallar (og getiði nú), um eft- irmála Víetnam stríðsins, og er einkar hugljúft en bragðdauft drama frá hinum annars hnyttna Norman Jewison (Moonstruck, The Fiddler on the Roof). Litla enska hnátan Emily Lloyd leikur ameríska stúlkukind sem hafði ekki hugmynd um stríðið en kemst síðan að því að frændi hennar (Brúsi) hafði verið þátttakandi í því. Hann vill hins vegar ekk- ert um málið tala. Stórkostleg stúlka (Pretty Woman) - Bíóborgin ** Öskubuska í Hollywood. Hér er saman komið mjög fallegt fólk, undir handleiðslu mjög fagmannlegra kvikmynda- gerðarmanna, og útkoman verður mjög bleik og sykurrík. Eða kannski frekar eins og „Diet-Coke“ auglýsing. Ágætis afþreying, en hrikalega villandi lýsing á lífi vændis- kvenna í Hollywood. Kynlíf, lygar og myndbönd (Sex, lies and videotape) Bíóborgin *** 1/2 Besta myndin í bíó þegar þetta er skrifað. Eitthvað fyrir unn- endur ljúfra og erótískra mynda. Síðasta ferðin (Joe vs. the Volcano) - Bíóhöllin ** 1/2 Ævintýramynd frá Spielberg og Amblin fyrirtæki hans. Inniheldur öll vörumerki Spielbergs. Nett og skemmti- leg afþreying. Ekkert meira. Meg Ryan („When Harry Met Sally“), er mjög sjarmer- andi í sínum þremur kvenhlut- verkum, og hefur greinilega gaman af að því að bregða sér í hin ýmsu gerfi. Velji nú hver sína tegund af Meg. Leikstjórinn og handrits- höfundurinn (hann samdi ósk- arsverðlaunahandritið að Moonstruck) John Patrick Shanley stendur sig ágætlega, og skemmtir sér manna best. Alltaf (Always) - Laugarásbíó ** Og enn um Spielberg. Hér leikstýrir hann sjálfur og er viðfangsefnið flugvélar, skóg- areldar og mennirnir sem að berjast við skógareldana. Myndin er endurgerð á gam- alli Spencer Tracy mynd, sem nefndist „A Guy Named Joe“, og hefur Spielberg lengi verið með þessa mynd í burðarliðn- um. Maður hefði nú haldið að Spielberg hefði fullorðnast og gæti tekist á við „fullorðins- mynd“, svona fordómalaust. En eitthvað hefur komið fyrir manninn. Hann notar silki- hanska á bæði efni og leikara, smyr myndina í ljósrauðum filterum og makar væmni á allt það sem inn í rammann kem- ur. Eftir stendur góður leikur Richard Dreyfuss, ofleikur Holly Hunter og gamanleikur John Goodman. Ég verð nú að viðurkenna að myndin er fantavel tekin. En má ég þá heldur biðja um Indiana Jon- es. Homeboy - Regnboginn **l/2 Mickey Rourke er athyglis- verður leikari sem gefur skít í Hollywood og peningamenn- ina þar. Hann vill helst vinna með smáfyrirtækjum, þar sem hann getur einhverju ráðið. Ferill hans hefur verið nokkuð misjafn, og sérstaklega hafa nýjustu myndir hans valdið vonbrigðum, og það má jafn- vel segja um þessa. í myndinni leikur Rourke hnefaleikamann sem er svo að segja kominn að því að hætta íþróttinni, svo slæman heila- skaða hefur hann hlotið, en... Auðvitað er það síðasti slag- urinn, slagur sem hann vill berjast fyrir ástina (dretigur- inn verður nefnilega ástfan- ginn af lítilli hnátu sem leikin er af fyrrverandi eiginkonu Rourke, Debru Feuer). Sá sem púrrar Rourke mikið upp, er skuggalegur karakter leik- inn af hinum stórsnjalla Christopher Walken (The Deer Hunter). Leikarar standa sig allir með miklum sóma og er mjög gam- an að sjá saman þá Rourke og Walken. Rourke er að venju búinn að undirbúa sig mjög vel fyrir hlutverkið, og býst mað- ur við þegar hann sést á skerm- inum í fyrsta skipti, að hann muni gefa upp öndina á næstu sekúndum. Myndin fer ágætlega af stað, en eitthvað handritsbrengl verður á miðri leið, og endir- inn er uppáhaldsendir fram- leiðendanna (enda fór Rourke í mál við framleiðendur mynd- arinnar). Nýliði á leikstjórnarsviðinu en gamalreyndur kappi á kvik- myndatökusviðinu, Michael Seresin, stýrir og er allt mjög stílhreint og fágað hann hefur einnig ágætis stjórn á leikur- um. Seresin var um árabil tökumaður Alan Parker breska. ÞJÓÐLÍF 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.