Þjóðlíf - 01.07.1990, Qupperneq 74

Þjóðlíf - 01.07.1990, Qupperneq 74
MENNING VIGHREIÐRIÐ í FLÓANUM fáein brot úr sögu herstöðvarinnar í Kaldaðarnesi en þessa dagana eru liðin 50 ár frá því Bretarnir komu. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON Þess er nú minnst víða um lönd að rúm hálf öld er liðin frá upphafi síðari heim- styrjaldarinnar og þessa dagana, nánar tiltekið lO.maí, að 50 ár eru liðin síðan breski herinn kom hingað til lands og hernam þá meðal annars Kaldaðarnes í Flóa, þar sem herinn setti upp eina stærstu herstöð sína hérlendis. En nú grær yfir allt í Kaldaðarnesi og fáar stríðsmenjar eru lengur uppistandandi. A sumardögum syngur lóan og spóinn vellur í samhljómi við Olfusá. En ómur vígvélanna er löngu þagnaður. Irauninni má segja að rætur hersetunn- ar í Kaldaðarnesi megi rekja allt til ársins 1919. Árbakkarnir voru flugvöllur af náttúrunnar hendi, eggsléttar og víð- áttumiklar valllendisflatir. Haustið 1919 stóð nýstofnað Flugfélag íslands fyrir því að fá hingað til lands flug- vél, hina fyrstu sem var flogið hér á landi. Flugmaður var Mr. Faber, kafteinn úr lofther Breta. Víða var flogið þetta haust, m.a. austur fyrir fjall og lenti kafteinninn m.a. í Kaldaðarnesi. Og þann 15. septem- ber segir í Morgunblaðinu: ... „kom þá í ljós að í Kaldaðarnesi er besti flugvöllur- inn sem Faber hefur séð hér á landi, marg- falt stærri en flugvöll- urinn í Reykjavík og miklu harðlendari.“ I ágúst 1930 lenti svo í Kaldaðarnesi þýsk flugvél sem var að koma frá Orkneyjum eftir 11 tíma flug. En tveimur árum áður hafði bandarískur ofur- hugi, Hassel að nafni, haft í hyggju að fljúga landflugvél hingað til lands, en aldrei varð þó neitt úr því. Töldu menn þá hvergi örugg- an lendingarstað í ná- grenni höfuðborgarinnar, svo að menn ák- váðu að Hassel skyldi lenda í Kaldaðar- nesi. Það er sagt að herstjórnin hafi haft auga- stað á Kaldaðarnesbökkum og það var fyrir öllu að koma sér sem fyrst þangað, því þar sem þetta var þekktur lendingar- staður flugvéla mátti allt eins búast við því að þarna gætu flugsveitir Þjóðverja lent, eða sett þar niður fallhlífasveitir. Þá er og sagt að þýskir njósnarar hafi verið hér á árunum fyrir stríð. Þess minnast menn að í Þórðarkoti, sem tilheyrði svokölluðu Kaldaðarneshverfi, hafi þýskur maður, Alfred Chneder að nafni, verið í Hreiður- borg vetrarlangt, 1933 - 34. Heima á bæ hafði hann fullkominn búnað til þess að framkalla ljósmyndir. Óneitanlega gæti dvalarstaður mannsins og ljósmyndabún- aðurinn rennt stoðum undir það að hann hafi verið að afla hernaðarlegra upplýsinga um Kaldaðarnes. Aðfaranótt lO.maí 1940 sigldu nokkur herskip inná ytri höfnina í Reykja- vík. f fyrstu vissu menn ekki hverrar þjóð- ar þau voru, en von bráðar kom hið rétta í ljós. Klukkustund síðar gengu fyrstu her- mennirnir á land. „í nótt gerðust þau stór- tíðindi, að breskt herlið var sett á land í Reykjavík og hertók það bæinn og ná- grenni hans. Breska útvarpið skýrði frá hernáminu í morgun og gat þess ennfrem- ur að breskt herlið myndi dvelja hér þar til styrjöldinni lyki,“ segir í Öldinni okkar. Sagt er enginn hafi haft í frammi mótmæli gegn komu herliðsins nema Vilhjálmur skáld frá Skáholti. „Ég fyrirbýð ykkur að stíga hér á land“ sagði skáldið og steytti hnefann. Herinn dreifðist um bæinn um nótt- ina og náði strax þýðingarmestu stöðunum á sitt vald þ.e. síma og útvarpi og setti vörð við allar leiðir út úr bænum. Síðar um morguninn héldu sveitir her- manna út frá bænum; uppá Sandskeið, Kjalarnes og Akranes og enn aðrar sveitir austur fyrir fjall. Og nú tóku hlutirnir fyrst að gerast fyrir alvöru í Flóanum. Sigurður Ólafsson, sýslumaður Árnes- sýslu, hafði setið Kald- aðarnes frá árinu 1892 til dauðadags 1927. Eft- ir það sat ekkja hans staðinn og síðar börn þeirra hjóna á arfleifð- inni. Vorið 1940 ákváðu þau svo að hætta bú- skap og seldu ríkinu jörðina. Ungur bóndi, Guðmundur Jónsson, Skotbyrgi sem standa við bakka Ölfusár. 74 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.