Þjóðlíf - 01.07.1990, Qupperneq 78

Þjóðlíf - 01.07.1990, Qupperneq 78
MENNING STÓRSTIRNI í ROKK Það blæs góðum byr í segl írsku söng- konunnar Sinead O’Connor því það má með sanni segja að hér sé komin fyrsta stórstjarna níunda áratugarins. Onnur breiðskífa hennar „I do not want what I haven’t got“ situr um þessar mundir í efsta sæti bandaríska vinsældalistans og á hún það laginu „Nothing compares to U‘, sem er eftir meistara Prince, mest að þakka. Ekkert lát virðist vera á vin- sældum stúlkunnar sem segist þó alls ekki vilja verða rokkstjarna heldur aðeins að fólk líti á sig sem venjulega manneskju. n það er hún svo sannarlega ekki. Lífsmunstur hennar er ekki það sem gæti fallið í flokkinn „venjulegt“. Hún er fædd árið 1967 í Dublin á írlandi og telst því vera 23 ára gömul. Foreldrar hennar eru vélvirkinn og síðar lögfræðingurinn John O’Connor og klæðskerinn Mary O’Connor. Sinead er næstyngst fjögurra systkina. Æska hennar var erfið því þegar hún fæddist var hjónaband foreldranna tekið að mygla allhressilega og stundum gerðist það að til átaka kom á heimilinu og beitti John þá oftar en ekki ofbeldi, stund- um gagnvart börnum sínum, þó aðallega gegn dætrunum því móðir þeirra hafði myndað sterk tengsl við þær. Og þegar Sinead var átta ára að aldri skildu foreldrar hennar. Sinead var í sífelldum vandræðum, átti í útistöðum við nunnurnar í kaþólska skól- anum sem hún var í og henni samdi ekki við stöllur sínar: „Nunnurnar notuðu sál- fræðilegan þrýsting á mig. Konur eru nefnilega snillingar í að tæta þig upp á andlega sviðinu en karlmenn hafa ekki gáfur til þess. Ég man að ég var einu sinni tekin fyrir vegna þess að ég stal sælgæti og nunnurnar báðu til Guðs heitt og innilega að syndin myndi yfirgefa mig. Ég hinsveg- ar hlustaði ekki á þetta bull í þeim.“ Og þjófnaðaráráttan jókst. Þegar stúlk- an var 14 ára gömul var hún gripin í versl- un í Dublin fyrir að stela skóm. Foreldrar hennar brugðu því á það ráð að senda barnið í sérstakan skóla fyrir börn með hegðunarvandamál. Eftir 1 1/2 ár þar var hún síðan send í heimavistarskóla í Wat- erford. Og þar hófst það sem kalla má tónlistarferil Sinead O’Connor. Vil vera venjuleg manneskja — ekki rokkstjarna, segir hin írska og kornunga söngkona Sinead O’Connor, sem nýtur skjótra vinsœlda. Og nú er hún að leggja bandarískan plötumarkað undir sig í sumarleyfum sínum spilaði hún með hljómsveit sem kallaði sig „Ton Ton Macoute“, hljómsveit sem Sinead minnist með hryllingi. En þar fann hún eitthvað við sitt hæfi, þ.e. tónlistina og fljótlega sagði hún skilið við skóla og allt sem tengdist honum. Einnig kom hún nokkuð við sögu írsku hljómsveitarinnar „In Tua Nua“ og samdi meðal annars í félagi við annan meðlim fyrsta smell þeirrar hljóm- sveitar. Svo kom að því að maður að nafni Nigel Grainge frá „Ensign“ hljómplötu- fyrirtækinu heyrði í henni og fékk hana til þess að gera nokkrar prufuupptökur í London. Hann var ánægður og fljótlega fór Sinead að vinna að plötu með upptök- ustjóranum Mick Glossop. Það samstarf gekk hinsvegar ekki upp því Sinead sagði að lögin sín hefðu hljómað eins og sirkus- tónlist eftir meðferð hans á þeim. Því tók hún sjálf við stjórninni og lauk við plöt- una. meðan Sinead var að taka upp plöt- una var hún ólétt af sínu fyrsta barni, syninum Jake. Faðir hans var trommar- inn John Reynolds, sem spilaði með henni á plötunni. Eftir fæðinguna slitnaði upp úr sambandi þeirra og varð fram- kvæmdastjóri Sinead, Fatchna O’Cealla- igh, sem var giftur, aðalmaðurinn í lífi hennar. Það samband gekk ekki upp, vegna þess að Sinead vildi að hann yfirgæfi eiginkonu sína. Hann varð ekki við þeirri bón og því tók hún aftur saman við trym- bilinn og býr með honum í dag. Það má sjá á þessu að lífið hjá Sinead O’Connor hefur verið stormasamt. Hún hefur verið í sviðsljósinu, ekki bara vegna krúnurakaðs höfuðsins, heldur og vegna ummæla hennar um menn og málefni. Frægt er þegar hún úthúðaði írsku stór- sveitinni „U2“ og sagði meðal annars að Bono, söngvari U2 væri drullusokkur. Þetta er það eldsneyti sem bresku popppressunni þykir hvað vænst um og notaði hún þetta óspart. Einnig hafa um- mæli hennar um IRA, írska lýðveldisher- inn orðið þess valdandi að margir bendla hana við þau samtök, en hún sagði eitt- hvað á þessa leið um samtökin: „Ég styð IRA. Mér líkar að vísu ekki ofbeldið en ég skil það, það er nauðsynlegt þó það sé hræðilegt.“ j 78 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.