Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 90

Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 90
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL GORBATSJOF MILU TVEGGJA ELDA Harðlínumenn og róttœklingar sœkja að sovétleiðtoganum. Stórveldið að líða undir lok. Vonir um endurfœðingu lýðrœðislegra sovétlýðvelda Staða Gorbatsjofs Sovétleiðtoga er mjög í óvissu þegar þetta er skrifað skömmu fyrir 28. flokksþing Kommún- istaflokks Ráðstjórnarríkjanna. Meiri líkur eru þó á því að mati fréttaskýrenda að Gorbatsjof takist enn eina ferðina að koma niður standandi og að harðlínu- menn í flokknum hafi sig hæga um hríð. taða sovétlýðveldanna er orðin snar þáttur í umræðu og stjórnmálum í Sovétríkjunum og utan þeirra. Þannig telja menn nú líkur á að lykillinn að lausn stærstu vandamála sem Gorbatsjof stendur frammi fyrir liggi einmitt í sáttum um stöðu lýðveldanna. Nú hafa lýðveldin hvert á fæt- ur öðru lýst yfir fullveldi, og sérstaklega yfirráðum yfir auðlindum sínum. Þannig er framtíðarstaða lýðveldanna ekki einungis spurning um sjálfsákvörð- unarrétt þjóða, heldur og efnahagslíf í Sovétríkjun- um öllum — og auðvitað um tilverurétt ríkjasamb- andsins sem lengi vel hefur kallast Sovétríkin. Sovétríkin hafa þegar tapað baráttunni um for- ystuhlutverk í heiminum og þau hafa opnast fyrir bandarískum áhrifum. En þó Sovétríkin hafi glatað stórveldishlutverki sínu hafa Bandaríkin ekki tilefni til að hrósa sigri. Með endalok- um tvíveldisins virðist staða Bandaríkj- anna heldur veikjast — sameinuð Evrópa fyllir í skarðið og gott betur. Þetta telja margir ástæðuna fyrir því hve hægt Bandaríkjamenn vilja fara í sakirnar gagn- vart Sovétríkjunum. Þegar þetta er skrifað hafa Úkraína, Rússland og Moldavía lýst yfir fullveldi, hvert með sínum hætti. Eystrasaltsríkin sem voru innlimuð í annað sinn í Sovétrík- in í byrjun síðustu heimsstyrjaldar með hinum illræmda samningi Stalíns og Hitl- ers, hafa jafnframt lýst yfir sjálfstæði. í því samhengi skiptir frumkvæði Litháens mestu. Litháar hafa víða mikla samúð, sérstak- lega í Bandaríkjunum, og af þeirri ástæðu hefur Litháen verið eins og þröskuldur í vegi fyrir efnahagsaðstoð sem Sovétríkin verða að fá að vestan, ef einhver von á að vera í uppbyggingu markaðsbúskapar þar. Þess vegna hefur Gorbatsjof lagt kapp á að leysa Litháen-málið. Hann reyndi það eftir mætti fyrir leiðtogafundinn með Bush Bandaríkjaforseta í maí. Það tókst ekki, og þess vegna var ekki gerður víð- tækur viðskiptasamningur eins og Sovét- menn vonuðust eftir. Til stóð að Sovétrík- in fengju stöðu ríkja sem njóta „bestu kjara“ í viðskiptum við Bandaríkin, en varð ekki úr af sömu ástæðu. Reyndar segja skoðanakannanir að tveir af hverjum þremur Bandaríkjamönnum telji ekki ástæðu fyrir Bandaríkin að skipta sér af Litháendeilunni, en stjórnvöld sjá málið í öðru ljósi. Nú stendur fyrir dyrum leiðtogafundur sjö helstu iðnríkja heims. Líkt og á öðrum leiðtogafundum vestrænna ríkja verður tekin afstaða til þess, með hvaða hætti þessi ríki geti á næstunni aðstoðað Sovét- ríkin og önnur austur-Evrópuríki við upp- byggingu. Frakkar og Vestur-Þjóðverjar hafa lagt mikið upp úr því að koma á fót virkri efnahagsaðstoð og þá sérstaklega við Sovétríkin. Ástæðan er einfaldlega sú, að ófriður eða valdataka harðlínumanna í Sovétríkjunum gæti gert ástandið í Evrópu ótryggara og komið í veg fyrir þá framtíðarskipan sem þessi ríki hafa verið að vinna að, þ.á.m. Evrópubandalagið. andaríkin hafa verið treg til að gefa út afdráttarlausar yfirlýsingar um stuðning við umbætur í Sovétríkjunum og þar með vakið ugg í brjóst- um marga Evrópubúa. Sumir fréttaskýrendur telja að hér sé ekki aðeins um leik að eldi að ræða, heldur og beinlínis hagsmunapóli- tík Bandaríkjanna: „Evrópuríkin mega ekki verða of sterk og voldug of fljótt og setja Bandaríkin aftur fyrir sig.“ Bush hefur sagt að Bandaríkin muni ekki leggja til neinar ráðstafanir eða fjármagn til Sovétríkj- anna á væntanlegum leið- togafundi iðnríkjanna sjö í Texas. Vestur-Þjóðverjar vilja afdráttarlaust rétta Gorbatsjof hjálparhönd, bæði vegna áðurnefnds öryggis Evrópu sem og til að liðka fyrir samningum um stöðu sameinaðs Þýskalands í Nató. Litháen málið er enn óleyst og veldur Gorbatsjof vanda bæði innan og utan- lands. Nái hann samningum við Litháa er hins vegar líklegt að allsherjarsamkomu- lag takist um stöðu lýðveldanna innan Sovétríkjanna. Þá yrði einnig auðsótt að afla þess gífurlega fjárstuðnings sem þörf er á við uppbyggingu í Sovétríkjunum. Bandaríkjastjórn er mjög á báðum átt- um gagnvart Gorbatsjof. Sú skoðun þekk- ist að betra sé að bíða og sjá hvort menn á borð við Jeltsín nái völdum, við þá sé betra að semja. En á hitt er og að líta að vinsældir Gorbatsjofs eru með ólíkindum í Sovéska þingið. Hér getur allt gerst. 90 ÞJÓÐLÍF
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.