Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 99

Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 99
verið benda til þess að koltvísýringur í andrúmsloftinu muni tvöfaldast frá því sem hann var fyrir hina miklu iðnaðartíma sem við lifum á. Þessi aukning á koltvísýr- ingi og öðrum lofttegundum með sömu áhrif er talin muni hækka meðalhita á jörðinni fyrir árið 2030 um 1,5-4,5°C. Þó að enn sé þetta háð verulegri óvissu benda veðurfarslíkön til þess að tvö mikil- vægustu matvælaframleiðslusvæði jarðar Norður-Ameríka og kornræktarsvæði Sovétríkjanna séu í verulegri hættu gagn- vart því að þar herji þurrkar á vaxtarskeið- um bæði vegna minnkandi úrkomu og hærri sumarhita. Á móti kemur að hlýnun leiðir til lengra sprettutíma í Kanada og öðrum norðlæg- um landbúnaðarlöndum. Slíkri röskun fylgja ýmis vandkvæði. Breytingar verða á notkun landsins og á búskaparlagi og þörf verður fyrir önnur afbrigði af korni. Þetta mun valda ýmsum erfiðleikum. Áætlað hefur verið að það kosti 200 milljarða bandaríkjadala að breyta og aðlaga vökv- unarkerfi jarðar til að það þjóni nýjum aðstæðum. Hættan á að ósonhjúpur jarðar veikist ógnar einnig matvælaframleiðslunni. Ef útfjólublá geislun eykst hefur það áhrif á ljóstillífun grænna plantna og getur dregið úr henni. Nýjar rannsóknir í Bandaríkj- unum benda til að 1% minnkun á ósoni í andrúmslofti auki útfjólubláa geislun um 2%. Rannsóknir sýna að 1% aukning á útfjólublárri geislun dragi að sama skapi úr uppskeru af sojabaunum. Nú hafa út- reikningar bent til að ósonlag háloftanna hafi þynnst um 3% á síðustu áratugum. Sé það rétt má reikna með minni uppskeru sojabauna en þær eru mikilvægasti prót- eingjafi mannkynsins. Við upphaf síðasta tugar aldarinnar stendur mannkynið uppi með lítinn varasjóð í formi kornbirgða og litla mögu- leika til að auka hann á næstunni. í fyrsta sinn í sögu sinni framleiddu Bandaríkin árið 1988 minna korn en notað var innanlands það ár. I september 1988 voru það meira en 100 þjóðlönd, sem yfir- leitt hafa keypt korn sitt frá Bandaríkjun- um, sem kepptu um að fá keypt það tak- markaða magn af korni sem var til sölu í Argenu'nu, Ástralíu og Frakklandi. Þessi þróun leiddi til þess að markaðs- verð á hveiti í heiminum hækkaði um 48% árið 1989 borið saman við verðið á árunum fyrir uppskerubrestinn. Verð á hrísgrjón- um, sem verið hafði mjög lágt hækkaði á sama tíma um 38%. Álitið var að vegna þessarar verðhækk- ana og ef veðurfar yrði hagstætt árið 1989 Um þessar mundir stendur mannkynið uppi með lítinn varasjóð kornbirgða og litla mögu- leika á að auka hann á næstunni. mundi kornframleiðslan ná fyrra magni það ár. Það gerðist þó ekki. Árið 1989 varð framleiðslan 18 milljónum lesta minni en notkunin sem áætluð var 1685 milljónir lesta. Þetta leiddi til þess að hinar hlut- fallslega litlu birgðir drógust enn saman. Við okkur veit sú óþægilega og erfiða spurning: Ef ekki tekst að ná upp kornbirgðum heims á þessu ári, verði veðurfar hagstætt, hvenær tekst það þá? Birgðir skapast ekki nema að framleiðsla verði meiri en neysla og því marki verður stöðugt erfiðara að ná. Varðstöð veraldar metur það svo að erf- itt reynist að auka kornframleiðsluna meira en sem svarar 1% á ári á meðan fólkinu fjölgar á jörðinni um nær 2% á ári. Aukinn kornskortur næsta áratug mun hafa alvarlegar afleiðingar. Þegar er talin hætta á að kornverð tvöfaldist á næstu árum. Þetta mun þó ekki hafa ýkja alvar- leg áhrif í iðnaðarlöndunum. En í hinum vanþróuðu löndum þar sem fólk notar nú þegar um 70% tekna sinna til að kaupa mat getur þetta haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Slík hækkun á matvörum get- ur leitt beina hungursneyð yfir milljónir fátæks fólks í þessum löndum. í Bandaríkjunum kostar hveitið í eitt brauð um 5 sent, en brauðið kostar 1 dal. Þó að hveitiverð tvöfaldaðist mundi brauð Bandaríkjamannsins aðeins hækka um 5 sent eða um 5%. En í fátæku löndunum þar sem fólkið kaupir hveitikornið ómalað á markaði, malar það og bakar heima mundi tvöföldun hveitiverðs leiða til tvö- földunar á brauðverði. Þessi þróun gæti einnig leitt til þess að hin skuldugu þróunarlönd neyðist til að kaupa kornið dýru verði á heimsmarkaði svo að enn hallaðist á ógæfuhlið í skulda- málum þeirra á alþjóðlegum markaði. Þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hið alþjóðlega bankakerfi og setja það í aukna hættu. Fari svo fram sem horfir næstu tíu árin gætu iðnaðarlöndin neyðst til að ganga á eina raunverulega kornvarasjóðinn sem er fyrir hendi, en það eru um það bil 450 milljónir lesta af korni sem nú eru notaðar í skepnufóður. Allt útlit er fyrir að næsta áratug reynist það ekki mögulegt að koma í veg fyrir verulega aukna hungursneyð. Jafnvel þó að öllu verði tjaldað til með því að stunda alhliða jarðvegsvernd, bæta vatnsbúskap- inn svo sem kostur er og endurbæta þau stóru landsvæði sem þegar eru útþvegin og pínd. Allt þetta verður að gera, en sam- tímis er ekki um annað að ræða en að beita öllum mögulegum ráðum til að draga úr fólksfjölguninni. Eigum við að vinna bug á þessum tröll- auknu vandamálum verðum við að gjör- breyta gildismati okkar og setja okkur allt önnur framtíðarmarkmið en þau sem við höfum haft á undanförnum áratugum. I fjarlægari framtíð má búast við að mannkyninu mæti ný og óþekkt viðfangs- efni þar sem loftslagsbreytingar geta leitt til þess að forsendur fyrir matvörufram- leiðslu verði allt aðrar. Framtíð mann- kynsins mun nú fremur en nokkru sinni fyrr verða háð því að mönnum takist að sjá fram í tímann, tileinka sér nýjan hugsun- arhátt og hafi vilja til að breyta forgangs- röð viðfangsefna. Teiknin um það hvað er að gerast eru nokkuð ljós. Varðstöð veraldar lýsir því þannig í síðustu útgáfu af „State of the World“ („Ástand heimsins“) (1990): „Haldi mannkynið áfram á sömu braut með stjórn landbúnaðar- og fólksfjölgun- armála verður ekki sneitt hjá alvarlegri matvælakreppu að fáum árum liðnum. Hún mun bitna á langt um fleirum en lágtekjufólki í þriðja heiminum og hafa áhrif á allan heiminn. Himinhátt korn- vöruverð, og hungur, uppreisnir sem því fylgja munu ógna bæði ríkisstjórnum í fjölda þjóðlanda og öllu hinu alþjóðlega peningakerfi.“ Við verðum svo að sjá hvort menn kjósa að standa aðgerðalausir álengdar, eða vilja taka á málunum. 0 ÞJÓÐLÍF 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.