Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 103

Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 103
Minna af gulli Eftir margra ára offramboð af gulli á heimsmarkaði er nú talið að minna framboð verði á því á næstu árum. Fag- menn búast við að í öllum vestrænum framleiðslulönd- um verði dregið úr fram- leiðslu hins gula málms. Verðið er komið niður í um 400 dollara á únsu, en fram- leiðslukostnaðurinn er í kring- um 350 dollara. Þá á ýmiss kostnaður eftir að bætast við, þannig að framleiðslan borg- ar sig tæpast. En þó að fram- leiðslan dragist saman er engin hætta á að skortur verði á heimsmarkaði á hin- um dýra málmi. Sérfræðingar telja að Sovétríkin muni sjá til þess að framboð verði nægt: þar verði að vísu ekki hægt að framleiða mikið meira en nú er gert af tæknilegum ástæðum, en vegna gífur- legrar gjaldeyrisþarfar Sovét- ríkjanna muni þau reyna að selja sem mest af gulli á næstunni... (Spiegel/óg) Pólskir smyglarar Að undanförnu hefur farið mikið orðspor af Pólverjum í fríverslun einstaklinga víða um Evrópu. Þeir hafa verið sakaðir um smygl og óheiðar- lega viðskiptahætti og sums staðar hefur skapast mikil andúð í garð pólskra verslun- armanna, sem hafa notað frelsið til að selja pólskar vör- ur erlendis, kaupa góss og flytja heim. Pólskir svarta- markaðsbraskarar og smygl- arar eru því orðnir alræmdir frá París til Istanbul. Nýverið var 12 manna hópur Pólverja handtekinn í Nepal vegna til- raunar til að smygla 28 kg af gulli og fjölda rafmagnstækja samtals að verðmæti yfir 30 milljónir króna úr landi. Sam- kvæmt upplýsingum pólska utanríkisráðuneytisins hafa þrjátíu þúsund fríverslunar- menn komist í kast við lögin... (Spiegel/óg) Hinn tæplega sextugi Gorbatsjof var á fjölda auglýsingaskilta íMinneapolis sýndurþar sem hann greip eftir áfengisflösku. Bandaríska fyrirtxkið sem stóð fyrir þessu uppátxki var þar með að vísa til erfiðleika Sovétleiðtogans heima fyrir, bæði með ílokkinn og eins hitt að Gorbatsjof hefur verið í forsvari fyrir fyrirferðarmikilli en árangursh'tilli herferð gegn áfengisneyslu í Sovétríkjunum. Áður en Gorbatsjof kom í heimsókn til Bandaríkjanna féllst fyrirtækið á að taka þessa, að flestra mati, ósmekldegu auglýsingu niður. Einskismannsland. Einskismannsland til sölu í hafinu milli Portsmouth og Isle of Wight er sérstætt ból- virki með kastala, lendingar- plássi fyrir þyrlur, tennisvöll- um, sundhöll og sitthverju fleiru. Þetta virki er 130 ára gamalt og þaðan átti að verj- ast innrásum Frakka á suður- enskar hafnarborgir. Þetta heitir „No man’s land“ — Einskismannsland og breska krúnan hefur selt fjár- málamanninum Roger Pen- fold virkið og hann hefur inn- réttað það með gistiherbergj- um, matsal, tónlistarherbergjum og svo framvegis. Virkið á nú að kosta um hálfan milljarð króna og segir Penfold að áhugasamir séu umfram aðra fjárfestar frá Austurlönd- um nær og fjær... Bitist um samvinnu- fyrirtækin Eins og áður hefur verið sagt frá í viðskiptadálkum Þjóðlífs hefur Co-op keðjan eða „Sambandið" í V-Þýskalandi átt í gífurlegum erfiðleikum. Nokkrar verslunarkeðjur hafa lýst áhuga sínum á að komast yfir hluta framleiðslunnar og verslana í eigu v-þýsku sam- vinnuhreyfingarinnar. Það nýjasta er að austur-þýska Sambandið, sem heitir Verb- and Deutscher Konsumgen- ossenschaften skammstafað VDK, hefir lýst áhuga sínum á að gerast meðeigandi ásamt einhverri þeirra vestrænu verslunarkeðja sem hafa verið í samningaþófi um þátt- töku. Að sögn hyggst VDK greiða sinn hlut, 500 milljónir marka, með því að fá lán vestanmegin og leggja jarð- næði og eigin verslanakeðju eystra í púkkið... (Spiegel/óg) Leynilögreglan í flugið Austur-þýska flugfélagið Interflug, sem ætlar sér um fjórðungshlut í Lufthansa eftir sameiningu ríkjanna, hefur boðið nokkrum fyrr- verandi meðlimum hinnar illræmdu leynilögreglu Stasi vinnu. Talsmenn fyrirtækis- ins hafa viðurkennt að um 70 fyrrverandi starfsmenn Stasi hafi verið skólaðir til starfa hjá flugfélaginu. ... ÞJÓÐLÍF 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.