Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 15

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 15
það er sama hvort um er að ræða eðlis- fræði, rafvirkjun eða hreingerningar, allt þetta getum við lært í skóla. Við getum hins vegar hvergi lært að vera foreldrar. Það er gert ráð fyrir að við kunnum það án þess að okkur sé kennt það. Foreldrasam- tökin eru að vakna til vitundar um þetta og það er orðið meira um fræðslu en áður var. Hins vegar virðist það vera feimnismál að viðurkenna að maður geti átt eitthvað ólært í sambandi við það að vera foreldri og algengt er að fólk segi út á við að allt sé í stakasta lagi á heimilinu þótt að fjöl- skyldulífið sé í rúst. Hér er mikið starf óunnið. Margir nemendur fara út í þjóðfélagið fullir þekkingar á alls kyns staðreyndum sem koma þeim svo ekki að neinu gagni vegna þess að þeim líður þannig að þeir geta ekki notfært sér þekkinguna. Þetta myndi ég vilja sjá breytast.“ Einn er sá hópur unglinga sem hefur viljað gleymast og jafnvel týnast en það eru þeir sem af einhverjum orsökum ljúka ekki skyldunámi, þ.e. 10. bekk grunn- skóla. Einnig hafa hingað til ekki verið neinar fullnægjandi kannanir gerðar á hvað verður um þá unglinga sem ekki fara í skóla eftir skyldunám. Það stendur nú til bóta og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir deildarstjóri hjá Félagsvísindastofnun veitti þær upplýsingar að verið væri að gera könnun fyrir Menntamálaráðuneytið á því hvaða leiðir einn árgangur færi í gegnum framhaldsskólakerfið: „Við völd- um árganginn sem fæddur er 1969 til at- hugunar. Það verður einnig athugað hvað Starfsfólk og krakkar í útideild: John, Óskar, Rakel, Ragna, Sigrún (starfsmaður) og Björn (starfsmaður): „Það erævinlega talað um unglingana og miðbæjarvandann ísama orðinu en það á ekki við nein rök að styðjast. “ verður um þá sem hætta námi eftir grunn- skóla eða ljúka ekki 10. bekk og hvað þeir eru að gera. Skýrsla um þetta verður til- búin í september að öllum líkindum.“ Haraldur Finnson, skólastjóri í Réttar- holtsskóla segir: „I vor var athugað í fyrsta sinn af einhverri nákvæmni hversu margir luku ekki prófum í 10. bekk. Það kom í ljós að það voru um 60 nemendur sem voru skráðir um haustið en luku ekki próf- um. Mér hefur hins vegar virst eftir athug- unum sem ég hef gert að það séu á annað Eva Björg Einarsdóttir og Steinunn Kristín Friðriksdóttir, 15 ára nemendur í Langholtsskóla: „Það væri skemmtilegra sð vera inni á einhverjum góðum stað en að hanga alltaf úti!“ hundrað nemendur í hverjum árgangi sem aldrei ljúka grunnskólaprófum og sum þeirra innritast aldrei í 10. bekk.“ Það kemur fram í máli flestra viðmæl- enda Þjóðlífs að áherslur í skólakerfinu séu rangar og of einhliða. Haraldur Finns- son: „Ég tel að við þurfum að hætta hinni einhliða áherslu á bóknám sem viðgengst í skólakerfmu, bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Hið bóklega þykir mun merkilegra en hið verklega sem er lítið metið og allir eru vegnir eftir mæli- stiku hins bóklega. Árangur í verklegum greinum er einskis metinn þegar kemur að framhaldsnámi. Það kemur verkmennta- skólum ekkert við þótt að nemandi sé með 10 í trésmíði ef hann er með 4 í dönsku og inntaka í Iðnskólann byggir t.d. á bókleg- um greinum.“ f Er það e.t.v. þannig að ekki sé borin nægileg virðing fyrir börnum og unglingum í þjóðfélagi okkar? Og mis- munum við þeim í skólakerfinu eftir því hvort þau hafa hæfileika til að fást við bóklegar, verklegar eða listrænar greinar? Kristín Ólafsdóttir: „í stað þess að segja að það sé grundvallaratriði að vel sé búið að börnum og unglingum á allan hátt vegna þess að þar sé grunnurinn lagður að framtíðarþjóðfélaginu þá verða þau af- gangs þegar ákvarðanir eru teknar um hvernig sameiginlegum fjármunum okkar er varið.“ Það segir ákveðna sögu um af- stöðu samfélagsins til þeirra. 0 ÞJÓÐLÍF 15

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.