Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 23

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 23
eitthvað. Ég hefði gjarnan viljað vinna eitthvað fyrir mitt land með þessa reynslu að baki en þegar til átti að taka reyndist ekki áhugi á því. — Ég veit ekki hvar ég á að byrja þegar spurt er: hvernig lifir þessi reynsla í þér? Fyrst og fremst hafði þetta þau áhrif að ég fór að leita að því hvernig þjóðfélagið gæti verið án þess að niðurlægja fólk, keyra það niður í ótta og örbirgð. Sú leit mín tók langan tíma. Ég fór til Júgóslavíu, en þá var talað um Júgóslava sem brautryðjend- ur og endurnýjendur þessa þjóðskipulags: sósíalismans. Sumarið 1960 sá ég hins veg- ar ekki að þar væru að gerast hlutir sem mikilvægir væru fyrir mannkynið. Ef dvölin í Sovétríkjunum hafði einhver bein áhrif á mínar pólitísku skoðanir, þá var það helst til að styrkja mína trú á lýðræðis- lega stjórnarhætti — ég sá að eins flokks kerfi var vont. — Einstaklingsfrelsið varð mér mjög hugleikið: þjóðfélag þar sem einn flokkur hafði ætíð rétt fyrir sér og bindur enda á það líf sem vogar sér að hugsa öðruvísi, drepur menn milljónum saman fyrir það eitt að hafa skoðun — ég hafnaði því. En kapítalismi? Ég veit það ekki — það orð var ekki byrjað að nota þá. Þjóðnýting var á þessum árum á dagskrá víða í Vestur- Evrópu þannig að þá voru andstæður hug- takanna sósíalisma og kapítalisma, spurn- ingarnar um eignarhaldið, ekki sérstak- lega í deiglunni þar. Menn hugsuðu frekar um hið pólitíska kerfi, stjórnkerfið sjálft. Seinna fóru menn að gaumgæfa frekar hvernig skilvirkni í iðnaði tengdist eignar- réttinum. — Ég hafna hugtökunum hægri og vinstri í pólitík — þessi hugtök eru alveg merkingarlaus enda notuð í svo mörgum merkingum: það er talað um hægri og vinstri innan sovéska kommúnistaflokks- ins svo dæmi sé tekið. Ég held ég hafi alltaf haldið í það að frumgrunnur ríkisvaldsins er samvinna og samtrygging — hrepparn- ir gömlu voru tryggingafélög. Frumskyld- ur ríkisins við borgarana voru að tryggja samhjálp — ég veit ekki hvort það er vinstri eða hægri. Ríkið hefur eina aðra skyldu; hún er að tryggja að framleiðslu- hættirnir séu þannig að þeir skili vörunum á markaðinn. Þjóðir Evrópu hafa nú verið að þreifa fyrir sér með þetta síðustu ára- tugina, mikil tilraunastarfsemi hefur verið í gangi í álfunni. Öll þjóðskipulög hafa vitaskuld sína kosti og galla en mér finnst Vestur-Þjóðverjum hafa tekist einna best upp frá stríðslokum í að hanna þjóðfélag: þeir hafa samræmt þessi tvö svið sem ég nefndi áðan. Það að binda samfélag manna í skriffinskuviðjar er mér ekki að skapi og þar komum við að mótsögninni: um leið og ríkið tekur að sér að tryggja samhjálp þeirra sem lenda í slysum, óförum og sjúk- dómum, þá þarf að koma upp skriffinsku- bákni. Og slík bákn starfa eftir þeirri reglu að um leið og einn maður hættir eru ráðnir tíu í staðinn og allir hafa þeir nóg að gera. Enginn ræður við þetta bákn því það vex og á endanum er það orðið svo viðamikið að því verður ekki haggað -þetta eru hinar erfiðu mótsagnir frelsisins sem við erum alltaf að fást við í nútímaþjóðfélagi, finna leiðina milli skriffinskubáknsins annars vegar og hins vegar þess kerfis sem sker allt niður við trog og hefur bara lögreglulið sem stjórnar umferðinni. — Ég held að aðalgallinn á íslenskum samfélagsháttum sé sá að við kunnum ekki að skipuleggja framleiðsluna nógu vel. Okkur finnst alltaf að við getum hag- að okkur eins og okkur dettur í hug. Það eru til viss lögmál um fyrirtæki svo þau geti skilað gróða. Ef menn ætla að selja á erlendum mörkuðum og ná góðum ár- angri þá verða menn að haga sér skil- merkilega og skipulega, afla sér þeirrar þekkingar sem þarf til að fara út í slíkar aðgerðir: það er stóri bresturinn hjá okkur að við kunnum þetta ekki, okkur finnst við ekki þurfa að lúta þessum lögmálum — við erum frjálst fólk og finnst við geta gert það sem okkur dettur í hug eins og hagstjórnarsaga okkar eftir stríðið sýnir: við látum verðbólgu rjúka upp úr öllu valdi, sífellt, og sú stýring sem kemur frá ríkinu annars vegar og allt hitt sem kemur frá fyrirtækjunum — þetta tvennt rímar illa saman. Niðurstaðan verður sú að við erum í sífelldum vandræðum í grunn- framleiðslunni. — Við höfum sem sagt ekki enn fundið þá stjórnunarhætti hjá ríkisvaldi og fyrir- tækjum til að ná þeim árangri sem við erum sífellt að reyna að ná. Sumt af þessu eru áhrif frá sósíalískum hugsunarhætti sem er mjög rótgróinn á íslandi, líka með- al þeirra sem stjórna fyrirtækjum: þeir hugsa ekki eins og fyrirtækjastjórnendur heldur eins og embættismenn — ef eitt- hvað bjátar á, þá hringi ég suður og þá verður því reddað af þeim sem sitja á pen- ingapokum í einhverjum sjóðum og ráð- um. Þetta leiðir til óraunsæis. Menn vita ekki hvað á að selja vöruna fyrir því menn fara ekkert eftir framleiðslukostnaðinum sjálfum — við keyrum bara fyrirtækið áfram sama hvort það ber sig eða ekki. Síðan er spurningin líka um þá stýringu sem ríkið beitir í peningamálum, ákvarð- anir um gengi og annað: þarna vantar rauðan þráð, einhverja varanlega stefnu, sem vonandi kemur með reynslunni. — Lýðræðisvitund íslendinga? Það fer nú eftir því hvað þú kallar lýðræðisvitund. ÞJÓÐLÍF 23

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.