Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 32
Ferðamenn eru í
miklum meiríhluta
mannfjöldans í
miðborg Prag.
brúðuleikhús. Það sem íslendingar
þekkja ekki síst eru tékknesku teikni-
myndirnar. Það væri synd að segja að
menningin hafi blómstrað og dafnað undir
kommúnismanum en þó dó hún ekki
alveg. Nú er mjög litlum styrkjum veitt til
kvikmyndagerðar t.d. enda engir pening-
ar til og þegar ég bað kunningja mína að
benda mér á einhverja nýja tékkneska
kvikmynd þá var mér sagt að lítið væri
gert af kvikmyndum núna og það litla sem
væri framleitt væri lélegt.
Það gildir um Tékka eins og fleiri að
þeir verða að rækta það sem tékkneskt er,
eigi þeir að halda og styrkja stöðu sína sem
þjóð meðal þjóða en það er hins vegar ekki
skrýtið að litlu fé sé varið til menningar-
mála þegar nógu og erfitt er að sjá fólki
fyrir lífsnauðsynjum.
Jitka Sonkova er listmálari. Hún er vin-
kona mín og ég bjó hjá henni í viku af dvöl
minni í Tékkóslóvakíu. Hún segir að
ástandið í landinu sé miklu betra núna en
fyrir byltingu en henni finnst landar sínir
lítið kunna sér hóf. „Það eru allir að reyna
að græða og miðbærinn í Prag er varla
tékkneskur lengur. Ég er ávörpuð á þýsku
og ensku í búðum!. Byltingin var kölluð
flauelsbylting af því að hún fór svo frið-
samlega fram en andrúmsloftið hér minnir
lítið á flauel núna.“
g spyr um ástandið í menntunarmál-
um. Bæði Lidmila Nemcova og Jan
Klener segja að það sé ekki svo slæmt.
Jan: „Ég hef farið í námsferðir til Ameríku
og Svíþjóðar í mínu fagi, læknisfræði.
Auðvitað er aðstaðan allt öðruvísi í þess-
um löndum en hún er hér en samt held ég
að við stöndum læknum í Vestur Evrópu
ekkert að baki menntunarlega séð.“ Lid-
mila segir að það sé útbreiddur misskiln-
ingur á Vesturlöndum að ekkert hafi verið
kennt í viðskipta og hagfræði í Tékkós-
lóvakíu nema fræði byggð á marxisma.
Þetta sé hins vegar ekki rétt og tékkneskir
viðskipta- og hagfræðingar hafi á flestan
hátt sambærilega menntun og gerist á
Vesturlöndum.
Látum Jan Klener eiga síðasta orðið:
„Það sem skiptir máli er að núna eigum
við von. Tökum sem dæmi ástandið í hús-
næðismálum. Það er hræðilegt, svotil
ómögulegt að fá húsnæði eftir opinberum
leiðum. Fólk neyðist til að búa heima hjá
foreldrum sínum löngu eftir að það er
sjálft gift og komið með fjölskyldu. Þann-
ig var það fyrir byltingu, þannig er það
enn og er sennilega ein ástæðan fyrir hárri
tíðni hjónaskilnaða (50%). En fyrir bylt-
ingu virtist þetta vera óumbreytanlegt
ástand. Núna eigum við a.m.k. von um að
tímarnir verði öðruvísi og betri.“
0
Klámbúðir eru meðal þess sem hefur blómstrað með hinu nýfengna frelsi.
32 ÞJÓÐLÍF