Þjóðlíf - 01.08.1991, Síða 43
fyrir Islam og tíðkast í mörgum íslömsk-
um ríkjum í Austurlöndum nær, sérstak-
lega í Svörtu Afríku.
Það eru einkum þrjár tegundir af um-
skurði sem tíðkast á þessum svæðum.
Mildasta formið er svokallaður „Sunníta"
umskurðurinn þar sem einungis hluti
snípsins (clitoris) er skorinn burtu, svo-
kölluð snípshúfa. Sú aðgerð er talin sam-
bærileg við umskurð drengja þar sem for-
húð kynfæranna er skorin burt.
Önnur aðferð sem stunduð er aðallega í
Egyptalandi er að fjarlægja snípinn í heilu
lagi, og á sumum svæðum eru innri skapa-
barmar (labia minora) skornir burtu.
Þriðja umskurðaraðferðin er tíðkuð í
Súdan, Erítreu og Sómalíu. Þá er snípur-
inn tekinn burtu. Innri skapabarmar og
meginhluti ytri skapabarma eru fjarlægð-
ir. Síðan er opið saumað saman að hluta en
stuttur sívalur trébútur settur í það litla op
urinn með þessu er sagður vera að kæla
ástríður kvennanna og koma í veg fyrir
ósiðlega hegðun sem fylgt getur slíkum
ástríðum. Ástríðufull kona er talin mikil
ógnun fyrir samfélagsskipanina. Fólkið
trúir því að ef það lætur ekki umskera
dætur sínar þá muni mikil ógæfa dynja
yfir fjölskylduna. Sá ótti er mjög út-
breiddur að enginn karlmaður vilji konur
sem ekki eru umskornar. Þetta er talið
vera skylda sem enginn getur skorist und-
an.
Eins og gefur að skilja geta fylgt þessum
aðgerðum ýmsir kvillar þar sem hreinlæt-
isaðstaðan er oft ekki upp á marga fiska.
Margar kvennanna þjást af þvagfæra- og
móðurlífssýkingum með tilheyrandi bólg-
um og sársauka.
Bannhelgi hvílir yfir umræðu um um-
skurð þegar rætt er um kjör kvenna í ís-
lömskum ríkjum og eru innfæddar konur
Sá ótti er útbreiddur að cnginn karlmaður vilji konur sem ekki eru umskomar.
sem eftir er til að það grói ekki saman. Á
brúðkaupsnóttina er opið víkkað á stúlku
með beittum hníf eða rakblaði. Þegar hún
eignast barn eru saumarnir teknir og opið
síðan saumað aftur eftir barnsburðinn.
Lögmæti þessara aðgerða hvílir einkum
á hefðinni sem talin er trúarleg. Þetta er
guðs vilji og vilji stúlka verða sönn kona,
er umskurðurinn aðeins einn liður í því
sem hún þarf að ganga í gegnum. Tilgang-
tilbúnar að ræða hvað sem er, barnaupp-
eldi, erfðamál, hjónaband, allt nema um-
skurð. Blygðunartilfinningin virðist það
mikil, sem sennilega er rökleg afleiðing og
tilgangur með umskurðinum, að þær virð-
ast ófáanlegar til að tjá sig um þetta mál,
hvað þá að véfengja réttmæti þessa siðar.
Það eru helst konur með læknismenntun
eða þær sem búið hafa á Vesturlöndum
sem tilbúnar eru að tjá sig um þetta efni.
Fyrsta kynslóð innflytjenda í Bretlandi lætur
umskera dætur sínar og það skapar bæði fé-
lagsleg og líkamleg vandamál.
I' Egyptalandi hefur verið bannað að
umskera stúlkubörn frá 1959 en þrátt
fyrir það er þessi siður ótrúlega lífseigur,
jafnvel meðal fjölskyldna sem senda dætur
sínar í háskóla. Margir hafa ekki hug-
mynd um þessa löggjöf, því ólæsi er mikið
og lítið gert til að kynna fólki slíkar lög-
gjafir.
Umskornar konur má því finna í öllum
stéttum sem segjast jafnvel munu láta um-
skera sínar eigin dætur. Þó eru nokkrar
konur sem segjast ekki ætla að láta dætur
sínar ganga í gegnum umskurð. Það eru
einkum kvenlæknar eða þær sem þjáðst
hafa mjög af slíkum aðgerðum.
I Bretlandi hefur skapast mikil tog-
streita milli yfirvalda og sómalskra inn-
flytjenda sem halda fast í þessa hefð.
Fyrsta kynslóð innflytjenda lætur a.m.k.
umskera dætur sínar, sem aðlagast síðar
vestrænum lifnaðarháttum og hefur þetta
skapað mörg félagsleg og líkamleg vanda-
mál fyrir stúlkurnar. Margar þeirra hafa
farið í aðgerðir til að gera þeim mögulegt
að lifa eðlilegu kynlífi. Þá eiga þær hins
vegar á hættu að verða útskúfaðar úr því
samfélagi sem þær tilheyra. Islamskar
konur sem búsettar eru á Vesturlöndum
hafa því yfirleitt þurft að velja milli síns
íslamska samfélags og hins vestræna ef
þær vildu hafna þessari hefð.
Heimild: Juliette Minces:„Women in
the Arab Society“
ÞJÓÐLÍF 43