Þjóðlíf - 01.08.1991, Síða 55

Þjóðlíf - 01.08.1991, Síða 55
Þórarinn Eldjárn. I raun og veru er maður að safna hugmyndum dag og nótt. þín eitt og eitt eftir því hvernig þú ert stemmdur? — Ég vinn jafnt og þétt og í raun og veru er maður að safna hugmyndum dag og nótt. Það er aldrei frí. Mig dreymir kannski eitthvað sem eitthvað verður úr. Ég sit líka við og það gildir jafnt um ljóða- gerð sem prósa. Þú yrkir ljóð um heimför Jóns Indía- fara. Er ævi hans þér hugleikin? — Já. Ég las frásögn hans ungur í fyrsta sinn og hef oft lesið hana síðan. Mér þykir mikið koma til Reisubókarinnar sem er ævisaga Jóns því þessi ferð og að- dragandi hennar er uppistaðan í lífi hans. Ljóðið „Staðarskáli er Island“ vakti sérstaka athygli mína án þess þó að ég geti skýrt það frekar. Mér finnst kannski einhvern tón að finna þar frá Jónasi Hall- grímssyni. Er þetta ádeilukvæði? — Ekki finnst mér það. Þetta er fyrst og fremst stemmningsljóð frá Staðarskála en mér finnst Staðarskáli vera einn sá ís- lenskasti staður sem til er. Ég sit þarna og fylgist með. Þarna blandast saman sveita- stemmning og borgarfólk sem rennur hjá. Formið er bundið en ekki rímað og þarna er vísað beint í Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar „Hér vil ég una ævi minn- ar daga“. Það er kannski ómur í þessu kvæði frá Jónasi en ekkert gegnumfært eða sett upp í þeim tilgangi. Svo birtast eftir þig nokkrar ljóðaþýð- ingar í „Ort“. Þar þýðir þú ljóð eftir Mao Zedong, Baudelaire og Borges. — Ég held að þýðing sé einhver vanda- samasta grein bókmenntanna. Þú þarft að geta þýtt yfir á íslensku en um leið verður þú að geta uppfyllt þá kröfu að fylgja frumbrag. Þýðing mín á ljóðinu eftir Mao Zedong má kalla tilraun og ég hafði fyrir mér umorðaðar þýðingar því ekki kann ég kínversku. Mao var skáld og ljóðasafn hans hefur verið þýtt á íslensku. „Snjór“ er frægasta ljóðið hans og er ort undir klassískum kínverskum bragarhætti sem er kallaður „Vor í Tsíngarði". Ástæðan fyrir þessu sérkennilega nafni er sú að gamalt ljóð hefur heitið þetta en síðan kemur einhvert annað skáld og yrkir und- ir þessum sama hætti og þá tekur bragar- hátturinn nafn ljóðsins. Það er geysilega erfitt að þýða úr kínversku því bragar- hættirnir byggjast á melódíu. En ég fór svipaða leið og Mao sjálfur því hann sótti í hefðina hjá sér og ég gerði það sama í leit að bragarhætti og notaði hina íslensku fer- skeytlu. Ljóðið eftir Baudelaire spratt meira svona upp úr einhverju fikti og birt- ist fyrst í tímaritinu Svart á hvítu. ítalska sonnettan eftir Borges fjallar um íslenskt efni og svo vildi til að ég eignaðist eftir hann bók þar sem spænski textinn var öðru megin en sá enski hinumegin og með samanburði þeirra og slitri úr latínuþekk- ingu tókst mér þetta. Að lokum Þórarinn. Nú er verið að halda sýningu á ljóðum þínum á Kjar- valsstöðum. Er þetta ekki alveg nýtt sjónarhorn á skáldskapinn? — Hugmyndin er komin frá Kjarvals- stöðum og bókaþættinum Leslampanum á rás eitt. Þessar ljóðasýningar á að setja upp á hálfs mánaðar fresti en ein af for- sendunum fyrir þeim er sú að nota aðeins ljóðið sjálft og enga myndlist eða tónlist með. Birgir Andrésson myndlistarmaður sá um uppsetninguna og hefur honum tekist það mjög vel. Þetta er val eða sýnis- horn á ljóðum og reynt að tengja þau sam- an eftir efni en ekki tímaröð. Utlitið skipt- ir þarna töluverðu máli og ljóðin verða ýmist feit eða mjó. Mér finnst þetta vera þarft framtak og ákaflega skemmtilegt og ljóðinu til góðs. 0 ÞJÓÐLÍF 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.