Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 78

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 78
MENNING bandi við styrkinn á tónlistinni, sumir vilja hafa hátt en aðrir lægra. Bjarni: — Stefnan hjá okkur er að gera sveit sem öllum líkar við og allir geta haft gaman af. Við erum að spila fyrir fólkið fyrst og fremst. Og ef því líkar ekki það sem við erum að gera þá fáum við líka að heyra það. Hér eru svo náin tengsl á milli fólks. Bjarni og Pálína sögðu að þau stæðu í þessu áhugans og ánægjunnar vegna og þeir peningar sem þetta gæfi af sér væru ekki miklir miðað við þann tíma sem færi í æfingar og annað. Það gleymdist nefnilega stundum að þau fá ekki greitt bara fyrir ballið sem stendur frá ellefu til þrjú heldur þyrfti líka að gera ráð fyrir æfingatíman- um og fleiru. En þetta væri vissulega tím- ans virði og vel það. Hvað tekur við núna í haust og vetur? Bjarni: - Við vonum að það verði nóg að gera, núna þegar stóru böndin að sunnan eru hætt sínum hringferðum um landið. Það er hellingur framundan, árshátíðir og svo þorrablótin þegar þar að kemur. Það er enginn í bandinu á förum þannig að mannabreytingar ættu ekki að verða okk- ur til trafala og við lítum bara björtum augum á þetta allt saman. Nú vék blaðamaður kvæði sínu í kross. Pálína er Vagnsdóttir og ein af sjö Vagns- systkinum. í júní gáfu þau út plötuna „Hönd í hönd, uppáhaldslögin hans pabba“ til minningar um föður sinn og mág sem fórust í sjóslysi í ísafjarðardjúpi í desember sl. Plata þessi hefur heldur bet- ur slegið í gegn, selst í þúsundum eintaka og hefur nú þegar numið land í Færeyjum. Hagnaður af plötunni rennur til slysa- varnarmála og skiptist þannig að Björgun- arsveitin Ernir á Bolungavík fær einn þriðja, björgunarsveitir á landsvísu sem selja plötuna fá einn þriðja og afgangurinn fer í kostnað. Ég bað Pálínu að segja mér frá plötunni: — Platan er fyrst og fremst gefin út til minningar um föður okkar og mág. Þeir tengdust beint slysavarnarmálum hér og voru í þeim hópi manna sem var kallaður út þegar slys bar að höndum. Okkur fannst við best geta stutt þennan málstað með þessu móti, þ.e. að gefa út plötu. Strax í janúar/febrúar kom plötuhug- myndin upp. Björgunarsveitin hérna tók strax mjög vel í hugmyndina og bar hana upp á Slysavarnarþingi í vor. Og um pásk- ana fórum við til Hannover í Þýskalandi, en bróðir minn, Hrólfur, býr þar og rekur stúdíó. Við ákváðum að hafa þetta uppá- haldslögin hans pabba sem við völdum með hjálp mömmu en okkar bestu stundir tengjast tónlist. Pabbi okkar var mikill harmonikkuunnandi og spilaði sjálfur á slíkt hljóðfæri. — Þarna úti tókum við lögin upp og það fylgdi þessu bæði hlátur og grátur en þegar upp er staðið erum við mjög ánægð að hafa farið út í þetta svona fljótt. Maður heyrði á sumu fólki að það var hissa á því hve fljótt við vildum gera þetta en maður veit aldrei hvað maður hefur sitt fólk lengi. Að upptökum loknum var platan svo mixuð og gerð klár og kom út á Sjó- mannadaginn í sumar. Hvað hefur hún selst mikið? — Það er búið að pressa hátt í 20.000 eintök og af þeim eru 16.000 seld. Við ákváðum að gefa þetta ekki út í gegnum útgefanda vegna þess að við vildum að sem mest af sölunni færi til björgunarmála en ekki til einhverra milliliða. Og síðan plat- an kom út er þetta fólk sem hefur verið að selja plötuna búið að vera alveg stórkost- legt, það hefur fórnað sér hundrað prósent og sýnt þessu alveg geysilegan áhuga og skilning. Þessi mikla sala, bjuggust þið við henni ? — Upphaflega vildi Haukur bróðir láta pressa 10.000 eintök en bæði okkur hinum systkinunum og slysavarnarmönnum hér í Bolungavík fannst það mikil bjartsýni. En það varð úr og þessi 10.000 eintök seldust öll um Sjómannadagshelgina, þ.e. 2.-4. júní. Við eigum ekki orð yfir þessari sölu. Hvemig kom það til að selja plötuna í Færeyjum? — Það var þannig að Magnús Hans- son, sem vinnur hjá Einari Guðfinnssyni, var fótboltaþjálfari í Skála í Færeyjum en það er einmitt vinabær ísafjarðar. Hann fékk í heimsókn kunningjafólk sitt þaðan og spilaði plötuna fyrir þau. Þeim leist vel á hana og síðan kom Magnús að máli við okkur og spurði hvernig okkur litist á að selja hana í Færeyjum. Okkur leist ágæt- lega á það en vildum hafa sama háttinn á og hér, þ.e. selja hana í gegnum slysavarn- arfélög. En svo komumst við að því að það eru ekki starfandi slysavarnarfélög á sama hátt og hér á landi. Samt skilst mér að slysa- varnir tengist íþróttafélögunum á eyjun- um, þannig að það varð úr að við sendum þrjú þúsund eintök út. Tekjuskiptingin er sú sama hér og þar. En kostnaðurinn verð- ur samt sem áður sá sami við framleiðslu- na því hljómplata í Færeyjum er ekki eins dýr og hérna. Pálína sagði það alrangt að þau Vagns- systkin fengju eitthvað í sinn vasa, eins og sumir héldu. — Við kærum okkur alls ekki um það, sagði hún ákveðin og bætti við að þó svo að Ernir á Bolungarvík fengi einn þriðja þá væru þar í gangi hugmyndir sem koma til með að nýtast öllum björgunarsveitum á landinu, m.a. varðandi hönnun og smíði nýrrar tegundar björgunarskýla. — Okkur er mikið í mun að þetta gangi vel, minningarinnar og málstaðarins vegna, en að við fáum peninga í vasann vegna þessa er víðsfjarri okkar hugsana- gangi. Blaðamaður spurði Pálínu að lokum að því hvort framhald yrði á samstarfi þeirra systkina. — Það eru mjög skiptar skoðanir á því. Við höfum rætt þetta en tíminn verður að leiða það í ljós. En við höldum áfram að vinna í tónlist, í smærri einingum. Við erum alin upp við tónlist og það verður engin breyting á tónlistariðkun okkar að ég held, sagði Pálína Vagnsdóttir. 0 78 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.