Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 81

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 81
Flestir þeirra sem sálfræðingarnir lögðu þessa spurningu fyrir töldu (b) mun lík- legri fullyrðingu, og bentu á að fortíð Lindu benti til þess. I raun er (a) líklegri en (b). Það er líklegra að einn atburður gerist en að sami atburður auk annars eigi sér stað; sé teningi kastað er t.d. líklegra að sexa komi upp en að bæði sexa og tvist- ur komi upp sé tveimur teningum kastað. Ástæðuna fyrir því að flestir velja ranga fullyrðingu í dæminu um Lindu telur bandaríski vísindafréttamaðurinn Jeremy Campbell vera að við byggjum ekki okkar mat á reglum rökfræðinnar. Til að geta þrifist í þeim raunveruleika sem sífellt herjar á skynjanir okkar hefur heilinn skipulagt þá þekkingu sem við búum yfir, þannig að fyrirbæri og eiginleikar sem yfirleitt heyra saman mynda hópa af þekk- ingarmolum. Þegar við skynjum ný fyrir- bæri reynum við að fá þau til að falla inn í það kerfi sem heilinn hefur komið sér upp. Það er útbreidd skoðun, ekki síst meðal karlmanna, að kvenréttindakonur séu uppteknar af ýmsum félagslegum vandamálum og séu óhræddar við að tjá skoðanir sínar. Þar sem lýsingin á Lindu fellur mjög vel að þeirri mynd ákveða flestir að fullyrðing (b) sé líklegri en full- yrðing (a). Það er því ekki yfirveguð rök- hugsun sem stjórnar ákvörðuninni heldur einfaldlega fordómar. Fordómafull hugsun þykir ekki göfug- ur eiginleiki. En það gæti reynst erfitt að finna einstakling sem laus er við fordóma. Þeir eru okkur nauðsynlegir og án þeirra gætum við einfaldlega ekki hugsað og tek- ið afstöðu til umhverfisins. Þeir fordómar sem sérhver einstaklingur býr yfir er sam- ansafn af allri þeirri reynslu og þekkingu sem hann hefur viðað að sér. Auk þess að vera nauðsynlegir eru fordómar mjög hag- kvæmt fyrirbæri. Þegar við skynjum ný fyrirbæri eða nýja atburði berum við það saman við fordómakerfi okkar og losnum þannig við að sundurgreina og skynja fyrirbærið frá grunni. Fordómar spara okkur m.ö.o. tíma og orku. En hvað hefur gervigreind og tauganet að gera með fordóma? Svarið er einfalt: tauganet eru full af fordómum. Og á sama hátt og illa upplýstum einstaklingi er hætt við að komast að röngum niðurstöðum á þeim sviðum þar sem þekkingin er hvað mest götótt gefa illa þjálfuð tauganet röng svör. f tauganet eru ekki nægilega vel þjálf- uð fyrir ákveðin verkefni gefa þau röng svör sem byggjast á þeim fordómum sem tauganetið hefur skapað sér. Ef tauga- net sem t.d. hefur verið þjálfað til að þekkja ýmis form og aðallega verið fóðrað með hyrndum formum, t.d. frá þríhyrn- ingi til átthyrnings, er kynnt fyrir tíhyrn- ingi myndi það skilgreina tíhyrninginn sem átthyrning. Á sama hátt myndi tauganet sem aðal- lega hefur verið fóðrað með mjúkum for- mum skilgreina tíhyrninginn sem hring. Tauganetið virðist horfa framhjá þeim litla mun sem annars vegar er á átthyrn- ingi og tíhyrningi og hins vegar á tíhyrn- ingi og hring. f litið er aftur til dæmisins um Lindu virðist í grundvallaratriðum margt líkjast í fordómum þeirra sem völdu ranga fullyrðingu sem líklegri um Lindu og for- dómum tauganetsins sem telur tíhyrning hring; í báðum tilfellum byggjast lausn- irnar á fyrirfram skapaðri mynd sem við- fangsefnið er borið saman við. Það er því ekki nóg með að okkar fullkomnu heilar séu fullir af fordómum, heldur sköpum við okkur einnig verkfæri sem við fyllum af fordómum til að það skili sem bestum árangri. En þegar allt kemur til alls er kannski hin órökrétta hugsun sem á sér stað í mannsheilanum ekki tákn um neins konar rökleysu heldur æðri tegund af hugsun, þar sem hinn óútreiknanlegi mannsheili notar ógrynni af upplýsingum frá hinum flókna og margbreytilega veru- leika. 0 GAGNASÖFN Á GEISLADISKUM PÉTUR BJÖRNSSON Nýverið hóf Tölvuþjónusta Kópa- vogs innflutning og sölu á geis- ladrifum og efni á geisladiskum fyrir tölvur. Greinarhöfundur brá sér á stað- inn og fékk Steinþór Grímsson tækni- mann til að sýna sér möguleika drifsins og kynna efnið sem til er á diskum hjá TÖK. Meðal þess sem Steinþór var með á diskum var álitlegt bókasafn þar sem mátti m.a. finna öll ritverk Shakespear- es. Annað sem vakti athygli mína var nokkurs konar Atlas þar sem hægt var að skoða öll lönd jarðar og fá um þau upp- lýsingar er varða t.d. stjórnarfar, auð- lindir í landinu, mannfjölda og jafnvel nöfn þjóðhöfðingja og þekktra stjórn- málamanna. Eins og gefur að skilja var byrjað á íslandi. Þá kom á skjáinn kort af íslandi þar sem merktar voru inn helstu ár og vötn og einnig nokkur fjöldi kaupstaða. Kortið er að vísu ekki nákvæmt en í umsögn um landið er farið yfir sýslusk- iptingu, helstu kaupstaði o.þ.h. Stjórn- arfarið er einnig tíundað en upplýsing- arnar sem byggt er á eru frá árinu 1989 svo ekki er allt rétt miðað við daginn í dag. Annar Atlas var yfir Bandaríkin sérstaklega og var hann mun nákvæm- ari. Alfræðiorðabók á geisladiski er mjög hentug. Fyrir utan það hversu miklu plássminni geisladiskurinn er miðað við bækurnar býður tölvusafnið upp á margt sem ekki er möguleiki að gera með bækurnar. Fyrir það fyrsta er marg- falt fljótlegra að fletta upp í tölvu en bókum og tölvan býður upp á ýmis kon- ar sérhæfðar flettur. Það má fletta upp einhverju efnisatr- iði og fá fram allar upplýsingar sem disk- urinn hefur að geyma um það eða láta tölvuna leita að tveimur eða fleiri atrið- um sem skarast á einhvern hátt. Stein- þór sýndi þetta með því að fletta upp Adolf Hitler og öllu því sem tengdi hann við Munchen. Þetta býður upp á alls kyns flettur sem tæki marga daga að vinna úr í venjulegu safni. Einn af aðalkostum gagnasafna á geisladiskum er hversu mjög leitartími styttist. Flettur taka aðeins örstutta stund og nýtist það mjög vel í sérhæfð- um söfnum eins og t.d. um læknisfræði, lögfræði o.s.frv. Geisladiskur fyrir tölvugeisladrif getur innihaldið gífurlegt magn gagna, eða um 680 mb; gögn sem samsvara vélrituðum A4 blöðum í bunka á hæð við þriggja hæða hús. eisladiskarnir og drifin eru nú flest sniðin eftir sama staðli, ISO 9660, sem gerir það að verkum að diskar ganga auðveldlega á milli drifa og ekki er um neinar hömlur að ræða þar. Einnig er hægt að nota venjulega geisladiska í drif- unum. Tölvugeisladrif hafa að vísu ekki neinn stýribúnað eins og er á venjuleg- um geislaspilara og verður því að stýra drifunum í gegnum sérstakt forrit í tölvu þegar á að spila venjulega tónlistardiska í því. 0 ÞJÓÐLÍF 81

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.